Freisting
Sælkeraborgin Lyon
Sælkerar alls staðar frá úr heiminum munu koma saman í Lyon á Sirha 20.-24. janúar 2007
|
Í 13. skiptið mun Sirha, alþjóðlega Hotel Catering and Food Trade sýningin kynna nýjungar sínar.
Uppákoman, sem er risastór fundarstaður fyrir fagaðila alls staðar af úr heiminum og gróðrarstöð fyrir nýjar stefnur í veitingum, opnar nú dyrnar fyrir almenningi.
Fyrir, á meðan og eftir sýninguna, sem verður 20.-24. janúar, munu sælkerar og aðrir sem hafa áhuga á matargerðarlist fá að njóta Sirha. Nokkrir atburðir munu verða haldnir hvarvetna í Lyon.
Lyons Vision Food, a symposium with toques!
Laugardaginn 20. janúar frá kl. 14:00-21:00 í Eurexpo
Matargerðarlist, sköpun, spurningar og hugmyndir. Lyons Vision Food hefur upp á nýjustu tækni að bjóða t.d. verður 45 mínútna matargerðar sýning sem framkvæmd verður af tveimur mjög reyndum kokkum og öðrum hæfileikaríkum upprennandi kokkum.
Á meðan þeir matreiða munu kokkarnir tala við áhorfendur.
Í lok dagsins mun verða nokkurs konar minisýning á svæðisbundnum afurðum sem notaðar eru í uppskriftunum og almenningi gefst kostur á að smakka mismunandi rétti. Til að setja punktinn yfir i-ið mun hver gestur fá matreiðslubók afhenta frá stjörnum dagsins.
Lyons Has Taste
Í kjölfarið af óumdeilanlegri velgengni herferðarinnar Lyon a du gout (Lyons Has Taste) á síðustu Sirha sýningu, mun borgin Lyon enn einu sinni bjóða upp á nýja matargerðar atburði fyrir almenning:
-
Eat Art sýningin í Terreaux lista galleríinu þar sem kynntar verðar sykurhöggmyndir
-
Búðarglugga keppni
-
Gríðarstór listrænn hlutur sem myndar ljón úr sykri og sælgæti verður settur upp á Part-Dieu.
Mikils metin alþjóðleg keppni verður haldin sem hluti af Sirha.
Á meðan sýningunni stendur þann 20. janúar munu gestir fá það tækifæri að berja bestu ostum heimsins augum. Alþjóðlega Caseus Award mun kynna hæfileika og list ostagerðarmanna og ostahreinsitæki hvaðan af úr heiminum.
21. og 22. janúar mun heimsmeistarakeppni í sætabrauðsgerð (World Pastry Cup) hrífa gesti með sýningu á ís-, sykur- og súkkulaði styttum sem alþjóðlegir aðilar munu skapa.
Að lokum þann 23. og 24. janúar mun Bocuse dOr afhjúpa bestu alþjóðlegu kokkana sem munu útbúa stórkostlegustu sælkerasköpunarverk sín.
Keppnin mun fagna 20 ára afmæli sínu og það mun verða gefin út bók til að minningar um atburðinn.
Greint frá á heimasíðu KM
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi