Starfsmannavelta
Rúmlega 100 milljóna gjaldþrot Hótels Egilsstaða
Engar eignir fundust í búi Hótels Egilsstaða en skiptum á búinu lauk fyrir skemmstu. Lýstar kröfur í búið námu rúmum 103 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember en skiptum lauk í vor.
Hótel Egilsstaðir var með rekstur í Valaskjálf á Egilsstöðum, að því er fram kemur á heimasíðu Austurfréttar.
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar skiptaloka á móðurfélagi þess, Hótel Sól, sem einnig rak hótelið á Reyðarfirði. Nær engar eignir fundust upp í kröfur á hendur því upp á tæpan 1,5 milljarð króna.
Valaskjálf var auglýst til sölu í mars 2013 og er enn á sölu. Hótelið er þó í rekstri í sumar en fasteignirnar eru í eigu Landsbankans.
Ásett verð er 210 milljónir króna og nær það yfir bæði húsin, annars vegar félagsheimili byggt árið 1966 og hins vegar hótelið sem byggt var 1977.
Mynd: skjáskot af google korti.
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu






