Starfsmannavelta
Rúmlega 100 milljóna gjaldþrot Hótels Egilsstaða
Engar eignir fundust í búi Hótels Egilsstaða en skiptum á búinu lauk fyrir skemmstu. Lýstar kröfur í búið námu rúmum 103 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember en skiptum lauk í vor.
Hótel Egilsstaðir var með rekstur í Valaskjálf á Egilsstöðum, að því er fram kemur á heimasíðu Austurfréttar.
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar skiptaloka á móðurfélagi þess, Hótel Sól, sem einnig rak hótelið á Reyðarfirði. Nær engar eignir fundust upp í kröfur á hendur því upp á tæpan 1,5 milljarð króna.
Valaskjálf var auglýst til sölu í mars 2013 og er enn á sölu. Hótelið er þó í rekstri í sumar en fasteignirnar eru í eigu Landsbankans.
Ásett verð er 210 milljónir króna og nær það yfir bæði húsin, annars vegar félagsheimili byggt árið 1966 og hins vegar hótelið sem byggt var 1977.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?