Uppskriftir
Rófusalat Krúsku
2 meðalstórar rófur
3 appelsínur
¼ rauður chili-pipar
2 lífrænar límónur
1 pakki ferskt dill
Aðferð:
Rófurnar rifnar niður í fína strimla og chili-piparinn saxaður mjög smátt. Börkurinn skorinn af appelsínunum og þær skornar niður í lauf. Ysta lagið af límónuberkinum rifið mjög fínt og safinn kreistur úr.
Dillið saxað af grófustu stönglunum.
Að lokum er öllu blandað saman.
Höfundur er Valentína Björnsdóttir.
Valentína rekur veitingastaðinn KRÚSKU við Suðurlandsveg og einnig fyrirtækið Móðir Náttúra.
Aðsend uppskrift frá íslenskum gulrófnabændum

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?