Uppskriftir
Rófusalat Krúsku
2 meðalstórar rófur
3 appelsínur
¼ rauður chili-pipar
2 lífrænar límónur
1 pakki ferskt dill
Aðferð:
Rófurnar rifnar niður í fína strimla og chili-piparinn saxaður mjög smátt. Börkurinn skorinn af appelsínunum og þær skornar niður í lauf. Ysta lagið af límónuberkinum rifið mjög fínt og safinn kreistur úr.
Dillið saxað af grófustu stönglunum.
Að lokum er öllu blandað saman.
Höfundur er Valentína Björnsdóttir.
Valentína rekur veitingastaðinn KRÚSKU við Suðurlandsveg og einnig fyrirtækið Móðir Náttúra.
Aðsend uppskrift frá íslenskum gulrófnabændum
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir10 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu







