Viðtöl, örfréttir & frumraun
Róbert Aron ráðinn verkefna og markaðsstjóri Miðborgarinnar
Róbert Aron Magnússon hefur verið ráðinn sem markaðs og verkefnastjóri „Miðborgin – Reykjavík – Félagasamtök„ sem er nýtt markaðsfélag miðborgarinnar sem var stofnað í mars s.l.
Tilgangur og markmið félagsins er að kynna miðborgina sem spennandi og skemmtilegan áfangastað. Upplýsa um þann mikla fjölbreytileika sem miðborgin hefur uppá að bjóða. Í miðborginni eru 837 rekstaraðilar og er þar er t.d. að finna 268 veitingastaði, 277 verslanir, 30 kaffihús, 22 hárgreiðslustofur, 44 listagallerí og listasöfn, 72 fataverslanir svo fátt eitt sé nefnt.
Að auki hýsir miðborgin nokkra af fjölmennustu viðburðunum á Íslandi eins og Menningarnótt, Hinsegin daga, Götubitahátíðin í Hljómskálagarðinum, HönnunarMars og Iceland Airwaves.
Róbert Aron Magnússon hefur gríðarlega reynslu af markaðsmálum og verkefnastjórnun sem framkvændarstjóri Götubitans, en þar hefur hann unnið náið með Reykjavíkurborg við skipulagningu á hinum ýsmu viðburðum í miðborginni og víðar. Hann er með mastersgráðu frá University Of Westminster í Business Management og lauk nýlega námi sem viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur.
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit