Viðtöl, örfréttir & frumraun
Róbert Aron ráðinn verkefna og markaðsstjóri Miðborgarinnar
Róbert Aron Magnússon hefur verið ráðinn sem markaðs og verkefnastjóri „Miðborgin – Reykjavík – Félagasamtök„ sem er nýtt markaðsfélag miðborgarinnar sem var stofnað í mars s.l.
Tilgangur og markmið félagsins er að kynna miðborgina sem spennandi og skemmtilegan áfangastað. Upplýsa um þann mikla fjölbreytileika sem miðborgin hefur uppá að bjóða. Í miðborginni eru 837 rekstaraðilar og er þar er t.d. að finna 268 veitingastaði, 277 verslanir, 30 kaffihús, 22 hárgreiðslustofur, 44 listagallerí og listasöfn, 72 fataverslanir svo fátt eitt sé nefnt.
Að auki hýsir miðborgin nokkra af fjölmennustu viðburðunum á Íslandi eins og Menningarnótt, Hinsegin daga, Götubitahátíðin í Hljómskálagarðinum, HönnunarMars og Iceland Airwaves.
Róbert Aron Magnússon hefur gríðarlega reynslu af markaðsmálum og verkefnastjórnun sem framkvændarstjóri Götubitans, en þar hefur hann unnið náið með Reykjavíkurborg við skipulagningu á hinum ýsmu viðburðum í miðborginni og víðar. Hann er með mastersgráðu frá University Of Westminster í Business Management og lauk nýlega námi sem viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






