Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Róbert á Siglufirði vill breyta Genís húsnæðinu í svítur
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson á Siglufirði lagði fram fyrir hönd Selvíkur ehf. fyrirspurn til skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar vegna fyrirhugaðra breytinga á útliti og starfsemi Gránugötu 15B, sem kallast í daglegu máli Genís skemman.
Það var hedinsfjordur.is sem greindi fyrst frá.
Áætlað er að breyta húsnæðinu í svítur og útlit hússins mun svipa til Sigló Hótels, en Róbert er jafnframt eigandi hótelsins.
„Siglo suites eiga verða ca 20 – 50 fm svítur sem verða seldar til einstaklinga og fyrirtækja. Sigló hótel mun þjónusta svíturnar og leigja þær út fyrir eigendur þegar þeir vilja og eru ekki að nota þær“.
Sagði Róbert í samtali við trolli.is.
Inngangur yrði á norðurgafli hússins og bílastæði í sundinu við norðurenda hússins.
Nefndin fagnar allri uppbyggingu í sveitarfélaginu og tekur ágætlega í erindið en vísar því áfram til umsagnar í hafnarstjórn áður en lengra er haldið.
Fundargerðina er hægt að lesa á vef Fjallabyggðar hér.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.