Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Róbert á Siglufirði vill breyta Genís húsnæðinu í svítur
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson á Siglufirði lagði fram fyrir hönd Selvíkur ehf. fyrirspurn til skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar vegna fyrirhugaðra breytinga á útliti og starfsemi Gránugötu 15B, sem kallast í daglegu máli Genís skemman.
Það var hedinsfjordur.is sem greindi fyrst frá.
Áætlað er að breyta húsnæðinu í svítur og útlit hússins mun svipa til Sigló Hótels, en Róbert er jafnframt eigandi hótelsins.
„Siglo suites eiga verða ca 20 – 50 fm svítur sem verða seldar til einstaklinga og fyrirtækja. Sigló hótel mun þjónusta svíturnar og leigja þær út fyrir eigendur þegar þeir vilja og eru ekki að nota þær“.
Sagði Róbert í samtali við trolli.is.
Inngangur yrði á norðurgafli hússins og bílastæði í sundinu við norðurenda hússins.
Nefndin fagnar allri uppbyggingu í sveitarfélaginu og tekur ágætlega í erindið en vísar því áfram til umsagnar í hafnarstjórn áður en lengra er haldið.
Fundargerðina er hægt að lesa á vef Fjallabyggðar hér.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti