Uppskriftir
Rjúpusoð
Hráefni
bein af þremur rjúpum
1 stk laukur
1/2 stk blaðlaukur
2 stk gulrót
5 stk einiber
3 stk lárviðarlauf
ferskt timían
1 dl madeira
vatn sem flýtur yfir bein
Aðferð
1. Beinin af rjúpunni eru barin í sundur og elduð eldföstu formi í ofni í 20 mínútur á 180° C.
2. Á meðan beinin brúnast þá eru gulrætur skrældar og skornar í litla bita og steiktar á vægum hita í olíu þangað til þær eru gullinbrúnar.
3. Laukar skrældir og skornir og settir út í olíuna þegar gulræturnar eru að verða tilbúnar.
4. Í lok steikingarinnar á grænmetinu er krydd sett út í og madeira og því leyft að sjóða niður um helming.
5. Þegar steikingin á grænmetinu er lokið þá eiga beinin að vera tilbúin og tekur þú þau með töng og yfir í pottinn með grænmetinu. Athugið að taka allt nema fitu úr eldfasta forminu.
6. Sjóðið svo í 1 1/2 klst á vægum hita. Og því næst er soðið sigtað.
Höfundur er Ágúst Valves Jóhannesson matreiðslumaður
Fyrir 4 – 6 manns

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð