Uppskriftir
Rjúpusoð
Hráefni
bein af þremur rjúpum
1 stk laukur
1/2 stk blaðlaukur
2 stk gulrót
5 stk einiber
3 stk lárviðarlauf
ferskt timían
1 dl madeira
vatn sem flýtur yfir bein
Aðferð
1. Beinin af rjúpunni eru barin í sundur og elduð eldföstu formi í ofni í 20 mínútur á 180° C.
2. Á meðan beinin brúnast þá eru gulrætur skrældar og skornar í litla bita og steiktar á vægum hita í olíu þangað til þær eru gullinbrúnar.
3. Laukar skrældir og skornir og settir út í olíuna þegar gulræturnar eru að verða tilbúnar.
4. Í lok steikingarinnar á grænmetinu er krydd sett út í og madeira og því leyft að sjóða niður um helming.
5. Þegar steikingin á grænmetinu er lokið þá eiga beinin að vera tilbúin og tekur þú þau með töng og yfir í pottinn með grænmetinu. Athugið að taka allt nema fitu úr eldfasta forminu.
6. Sjóðið svo í 1 1/2 klst á vægum hita. Og því næst er soðið sigtað.
Höfundur er Ágúst Valves Jóhannesson matreiðslumaður
Fyrir 4 – 6 manns

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði