Uppskriftir
Rjúpubringur með granatepla- og fíkjuvinaigrette
Hráefni
1 stk granatepli
1 stk sweetieávöxtur
4 stk þurrkaðar fíkjur
50 ml valhnetuolía
50 ml olivuolía
20 g valhnetur
½ búnt sítrónumelissa
2 msk ljóst balsamic edik
2 stk kartöflur
20 g smjör
Maldonsalt og svartur pipar
4 stk rjúpur (8 bringur)
2 msk olía til steikingar
Aðferð
Skerið granateplið í fjóra hluta og takið fræin úr því. Maukið 1/3 af fræjunum í matvinnsluvél og setjið í skál ásamt heilu fræjunum. Skrælið sweetie ávöxtinn, skerið laufin úr kjötinu, kreystið safann úr afgangnum og bætið út í skálina. Skerið þurrkuðu fíkjurnar í þunnar sneiðar, saxið sítrónumelissuna fínt og blandið út í skálina ásamt valhnetuolíunni, olivuolíunni, söxuðum valhnetum og ljósa balsamic edikinu. Kryddið með salti og pipar.
Skrælið kartöflurnar og skerið þær í þunnar sneiðar. Bræðið smjörið í potti og veltið kartöflusneiðunum upp úr því. Raðið kartöflunum í hring (8 sneiðar í einum hring), setjið á smjörpappír og aftur smjörpappír yfir. Bakið inni í ofni við 140°c í 2 klst eða þar til stökkt.
Úrbeinið rjúpurnar og kryddið bringurnar með salti og pipar. Hitið pönnu og steikið bringurnar í 3 mínútur á hvorri hlið upp úr olíu.
*Gott er að gera vinaigrettið deginum áður til að fá meira bragð í hana.
Höfundur: Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran
Fyrir 4
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti