Uppskriftir
Rjúpubringur með granatepla- og fíkjuvinaigrette
Hráefni
1 stk granatepli
1 stk sweetieávöxtur
4 stk þurrkaðar fíkjur
50 ml valhnetuolía
50 ml olivuolía
20 g valhnetur
½ búnt sítrónumelissa
2 msk ljóst balsamic edik
2 stk kartöflur
20 g smjör
Maldonsalt og svartur pipar
4 stk rjúpur (8 bringur)
2 msk olía til steikingar
Aðferð
Skerið granateplið í fjóra hluta og takið fræin úr því. Maukið 1/3 af fræjunum í matvinnsluvél og setjið í skál ásamt heilu fræjunum. Skrælið sweetie ávöxtinn, skerið laufin úr kjötinu, kreystið safann úr afgangnum og bætið út í skálina. Skerið þurrkuðu fíkjurnar í þunnar sneiðar, saxið sítrónumelissuna fínt og blandið út í skálina ásamt valhnetuolíunni, olivuolíunni, söxuðum valhnetum og ljósa balsamic edikinu. Kryddið með salti og pipar.
Skrælið kartöflurnar og skerið þær í þunnar sneiðar. Bræðið smjörið í potti og veltið kartöflusneiðunum upp úr því. Raðið kartöflunum í hring (8 sneiðar í einum hring), setjið á smjörpappír og aftur smjörpappír yfir. Bakið inni í ofni við 140°c í 2 klst eða þar til stökkt.
Úrbeinið rjúpurnar og kryddið bringurnar með salti og pipar. Hitið pönnu og steikið bringurnar í 3 mínútur á hvorri hlið upp úr olíu.
*Gott er að gera vinaigrettið deginum áður til að fá meira bragð í hana.
Höfundur: Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran
Fyrir 4
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






