Uppskriftir
Ris a la mande ostakaka í glösum
Grautur
50 g grautagrjón
75 g vatn
250 g mjólk
Hitið mjólkina ásamt vatninu að suðu og hellið grjónunum svo út í. Lækkið undir hellunni og leyfið grautnum að malla þangað til að grjónin eru orðin mjúk. Þegar grauturinn er tilbúinn er hann settur inn í kæli.
Kex botn
100 g biscoff kex
40 g brætt smjör
Myljið kexið og blandið smjörinu saman við. Setjið í botninn á eftirréttaflösunum og setjið þau inn í kæli til að botninn stífni.
Ostaköku og ris a la mande mús
50 g flórsykur
150 g kaldur grautur
50 g rjómaostur
1 tsk möndludropar
Fræ úr einni vanillustöng
40 g hakkaðar möndlur
150 g þeyttur rjómi
ein krukka/ferna af kirsuberjasósu
Létt þeytið rjómann í hrærivél, setjið hann í skál og leggið til hliðar. Þeytið saman flórsykur, rjómaost og graut, bætið möndludropunum, hökkuðu möndlunum og vanillunni saman við.
Að lokum blandið þið varlega saman við létt þeytta rjómanum með sleikju.
Fyllið eftirrétta glösin með músinni en passið að skilja smá pláss eftir fyrir kirsuberja sósuna.
Setjið glösin aftur inn í kæli í 1-2 klukkutíma, hellið kirsuberja sósunni yfir músina áður en þið berið hana fram.
Ef Instagram færslan birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
View this post on Instagram
Höfundur er Ólöf Ólafsdóttir konditor og pastry-chef.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun