Pistlar
Ríó Reykjavík – Góður matur, gott verð og þjónusta
Það getur verið örlítið snúið að fara út að borð í Reykjavík því fjölbreytileiki veitingastaða er orðinn mikill. Margir staðir eru góðir og sumir hreint afburðagóðir og spennandi.
Í vikunni var mér boðið að koma og kíkja í heimsókn á Ríó Reykjavík og við slíku boði segi ég aldrei nei, enda mér sérlega ljúft að setjast inn á veitingastað, láta stjana við mig og njóta kvöldsins í góðum félagsskap.
Ríó Reykjavík er í hjarta Reykjavíkur eða á Geirsgötunni við gömlu smábátahöfnina og eiginlega mitt í gamla „hafnarhverfinu“. Hvort húsið heiti Hafnarhúsið eða Hafnarhvoll man ég ekki lengur enda skiptir litlu máli núna.
Latín stemning
Ég hafði ekki komið á Ríó áður og var bara býsna forvitinn um hvað þar er í boði, en það kom mér síðan skemmtilega á óvart. Matseðilinn er fjölbreyttur og þarna geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Stefnan er Suður-amerísk eins og nafnið ber með sér.
Ríó er ekki mjög stór staður en það er auðvelt að eiga notaleg kvöldstund þarna enda þægilegur og innbjóðandi, andrúmsloftið afslappað og alls ekki of formlegt. Innréttingar eru skemmtilegar og smekklegar og nokkuð lagt upp úr því að ná „Latín“ stemingu, sem tekst bærilega.
Inn af matsalnum er huggulegur bar og þar er ágætt að tylla sér niður og fá sér léttan drykk ef áhug er fyrir því. Léttur en fjölbreyttur barseðill er einnig í boði á barnum á meðan á „drekkutímanum“ stendur (Happy hours).
Fjölbreyttur matseðill
Á matseðlinum er gott og fjölbreytt úrval af frábæru Taco og Tostadas réttum auk ýmissa annarra smárétta en einnig eru í boði góðir aðalréttir eins og nautalund, frábær hægeldaður lax ásamt góðri skelfisks súpu svo eitthvað sé nefnt.
Hér er alvöru „Suður Amerísk“ bragð og stemning í loftinu, frábærar samsetningar, spennandi og framandi krydd og vönduð framsetning.
Það var samdóma álit allra í bæði skiptin sem ég heimsótti staðinn að við kæmum þangað aftur, það var ekkert þar sem olli okkur vonbrigðum.
Flottur staður
Ríó er flottur staður og óhætt að mæla tvímælalaust honum, ég fór bæði föstudags- og sunnudagskvöldið og í bæði skiptin fékk ég frábæra þjónustu og ljúffengan mat. Í bæði skiptin var salurinn allt að því fullskipaður og í seinna skiptið verulega stór hópur en, staffið virtist ráða vel við þetta.
Heimasíðan er flott og með góðum myndum og matseðilinn er á íslensku (að hluta) sem því miður margir veitingastaðir eru farnir að sleppa sem ég tel vera dapur og slappt.
Mæli eindregið með Ríó Reykjavík, góður matur, gott verð og þjónusta, auðvelt aðgengi enda yfirleitt nóg af bílastæðum á Miðbakkanum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars