Vertu memm

Uppskriftir

Rifsberjaostakaka með apríkósusósu

Birting:

þann

Rifsber

Hráefni
Botn
300 gr Hafrakex
80 gr Smjör

Kaka
500 gr Rifsber
500 gr Rjómaostur
125 gr Mascarpone ostur
50 gr Smjör
2 tsk flórsykur

Sósa
½ dós Apríkósur

Aðferð

Botn:
Myljið hafrakexið í matvinnsluvélinni og bræðið smjörið síðan blandað saman og myndar þykkan massa sem við setjum í botninn í kökuforminu, og stingið inn í kæli smástund.

Á meðan er sykurinn og smjörið þeytt upp þar til að er orðið loftkennt þá er ostinum og mascarpone bætt út í og blandað vel saman, maukið helming af berjunum og bætið út í ásamt þeim heilu og blandið varlega saman.

Setjið ofan á botninn og setjið ínn í kæli.

Sósan:
Apríkósurnar eru maukaðar og hluta af safanum blandað saman við þar til sósuþykkt er náð. Berið fram vel kælda með sósunni og greinar af rifsberjum og stráið smá flórsykri yfir til að fá jólastemminguna.

Höfundur: Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið