Uppskriftir
Rifsberjaostakaka með apríkósusósu
Hráefni
Botn
300 gr Hafrakex
80 gr Smjör
Kaka
500 gr Rifsber
500 gr Rjómaostur
125 gr Mascarpone ostur
50 gr Smjör
2 tsk flórsykur
Sósa
½ dós Apríkósur
Aðferð
Botn:
Myljið hafrakexið í matvinnsluvélinni og bræðið smjörið síðan blandað saman og myndar þykkan massa sem við setjum í botninn í kökuforminu, og stingið inn í kæli smástund.
Á meðan er sykurinn og smjörið þeytt upp þar til að er orðið loftkennt þá er ostinum og mascarpone bætt út í og blandað vel saman, maukið helming af berjunum og bætið út í ásamt þeim heilu og blandið varlega saman.
Setjið ofan á botninn og setjið ínn í kæli.
Sósan:
Apríkósurnar eru maukaðar og hluta af safanum blandað saman við þar til sósuþykkt er náð. Berið fram vel kælda með sósunni og greinar af rifsberjum og stráið smá flórsykri yfir til að fá jólastemminguna.
Höfundur: Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður