Uppskriftir
Rifsberjaostakaka með apríkósusósu
Hráefni
Botn
300 gr Hafrakex
80 gr Smjör
Kaka
500 gr Rifsber
500 gr Rjómaostur
125 gr Mascarpone ostur
50 gr Smjör
2 tsk flórsykur
Sósa
½ dós Apríkósur
Aðferð
Botn:
Myljið hafrakexið í matvinnsluvélinni og bræðið smjörið síðan blandað saman og myndar þykkan massa sem við setjum í botninn í kökuforminu, og stingið inn í kæli smástund.
Á meðan er sykurinn og smjörið þeytt upp þar til að er orðið loftkennt þá er ostinum og mascarpone bætt út í og blandað vel saman, maukið helming af berjunum og bætið út í ásamt þeim heilu og blandið varlega saman.
Setjið ofan á botninn og setjið ínn í kæli.
Sósan:
Apríkósurnar eru maukaðar og hluta af safanum blandað saman við þar til sósuþykkt er náð. Berið fram vel kælda með sósunni og greinar af rifsberjum og stráið smá flórsykri yfir til að fá jólastemminguna.
Höfundur: Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari.

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata