Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rífandi stemmning í saltfiskveislu á Ísafirði
Fyrsta saltfiskveisla sumarsins var haldin í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á laugardagskvöld. Sú hefð hefur komist á að leikmenn sjá um eldamennskuna á fyrsta kvöldinu en eftir það sjá SKG veitingar um eldamennskuna.
Að sögn Jóns Sigurpálssonar, safnvarðar í Neðstakaupstað, var þetta að öðrum saltfiskveislum ólöstuðum sú besta hingað til og lagðist þar allt á eitt, maturinn gómsætur, hljómsveitin góð og gestirnir komnir til að skemmta sér. Dansinn dunaði fram á nótt undir taktföstum slætti og ljúfum tónum Saltfisksveitar Villa Valla og þakið ætlaði að rifna af húsinu í síðasta laginu.
Greint frá á Vestfirska vefnum bb.is
Mynd: BB.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana