Keppni
Richard Cookson hreppti titilinn Hraðasti barþjónn Íslands – Teitur Riddermann er nýr forseti Barþjónaklúbbsins – Myndir
Aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands og keppnin um titilinn Hraðasta barþjóninn var haldin í gær með pomp og prakt á Sólon í Reykjavík.
Dagskrá fundarins fól m.a. í sér kosningu nýrra stjórnarmeðlima en einnig var valinn nýr forseti sem mun gegna embættinu út næsta ár. Byrjað var á því að kynna störf klúbbsins og var farið yfir viðburðaríku ferðina til Kúbu þar sem Íslandsmeistarinn hann Reginn Galdur Árnason keppti um heimsmeistaratitilinn.
Sjá einnig: Föruneyti heimsmeistaramótsins í kokteilagerð komið heim til Íslands
Margir nýir meðlimir skráðu sig í klúbbinn og má þar með sjá að flóra íslenskrar barmenningu fer sífellt stækkandi. Rætt var um framtíðarhorfur og verkefni klúbbsins en vakin var athygli á stærsta kokteila-viðburð ársins Reykjavík Cocktail Weekend, en sú mikla veisla verður haldin dagana 29. mars – 2. apríl þar sem Íslandsmeistarmótið fer fram og er því mikið í vændum.
Ný stjórn
Eftir stjórnarkosningar myndaðist ný stjórn sem inniheldur 7 stjórnarmeðlimi og 2 varamenn.
Í stjórn verða því Teitur Riddermann Schiöth, Elna María Tómasdóttir, Grétar Matthíasson, Helgi Aron Ágústsson, Ivan Svanur Corvasce, Benjamín Reynir Jóhannson og Svavar Helgi Ernuson. Varamenn eru Adam Kapsa og Andri Dagur.
Grétar Matthíasson steig til hliðar sem forseti en verður þó áfram í stjórn. Teitur Riddermann Schiöth tók við kyndlinum sem forseti og mun hann gegna því hlutverki út næsta stjórnarár.
Hraðasti barþjónn Íslands
Einnig fór fram keppnin um titilinn Hraðasta barþjóninn en hún var haldin í samstarfi við Mekka Wines & Spirits og hlaut sigurvegarinn þar veglegan bikar, fljótandi veigar og ferðainneign að andvirði 50.000 kr.
14 keppendur skráði sig til leiks og þurftu þeir að útbúa 2 skot, hella 2 bjórum og framreiða 2 kokteila á sem skemmstum tíma. 4 hröðustu komust í úrslit en þeir voru Richard Cookson frá Drunk Rabbit, Birkir Tjörvi Pálsson frá Sushi Social, Ivan Svanur Corvasce frá Reykjavík Cockails og Liv Sunneva Einarsdóttir frá Apótek.
Úrslitin fóru svo fram í formi útsláttarkeppni þar sem tveir duttu út og komust þar með 2 keppendur í ofur-úrslit.
Richard Cookson og Birkir Tjörvi Pálsson kepptu um bikarinn þar sem Richard sló út Birki og þar með endaði Richard Cookson sem sigurvegari og hraðasti barþjónninn.
Hér fyrir neðan má svo sjá skemmtilegar myndir frá viðburðinum:
Myndir tók Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast