Keppni
Reykjavík Cocktails sigraði í Jólabollu Barþjónaklúbbsins – 231 þúsund safnast fyrir Mæðrastyrksnefnd – Myndir
Hátíð var í bæ á Borg Restaurant 20. Desember síðastliðin þar sem Jólabolla Barþjónaklúbbs Íslands fór fram. Bollan er árlegur góðgerðaviðburður, en í ár rann allur ágóði til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Gestir gátu því gætt sér á ljúffengum jóla-bollum og á sama tíma styrkt gott málefni! DJ De La Rosa sá gestum fyrir ljúfum tónum til þess að koma fólki í jólaskapið.
Reykjavík Cocktails sigraði í Jólabollu Barþjónaklúbbsins
8 veitingahús og barir kepptu við hvort annað um hver var með bestu jólabolluna og var markmið þeirra að draga sem flesta á sinn bás og safna saman drykkjamiðum sem seldir voru í dyrunum. Staðirnir sem tóku þátt í ár voru.
- Héðinn
- Bingo
- Blik
- Drykk
- Jungle
- Nauthóll
- Reykjavík Cocktails
- Bragginn
Sá staður sem reiddi fram mest að bollu og endaði þannig sem sigurvegari var engin annar en barinn sem kemur til þín, Reykjavík Cocktails! Þeir voru með ljúffenga Plantation Egg-Nogg bollu sem þyrstir gestir fengu hreinlega ekki nóg af!
231 þúsund safnast fyrir Mæðrastyrksnefnd
- Rvk Cocktails menn að afhenda ávísunina.
- Rvk Cocktails menn, Teitur og Jónína.
Verðlaunin voru ekki í verri kantinum en sigurvegarinn fékk að afhenda allan ágóða kvöldsins til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í formi risastórar ávísunar. Alls voru um 300 drykkir reiddir fram um kvöldið og safnaðist því 231.000 kr.!
Keppnin um ljótasta/flottasta jóla ,,dressið‘‘
Einnig fór fram keppnin um ljótasta/flottasta jóla ,,dressið‘‘ en það var hann Karl Pálsson (Kalli) sem sem kom, sá og sigraði. Fékk hann að verðlaunum fljótandi veigar frá Mekka Wines & Spirits.
- Dj De La Rosa skemmti líðnum með ljúfum jólatónum!
- Barinn Drykk var með jólabollu tré!
- Hátíð var í bæ á Borg Restaurant

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun