Keppni
Reykjavík Cocktails sigraði í Jólabollu Barþjónaklúbbsins – 231 þúsund safnast fyrir Mæðrastyrksnefnd – Myndir
Hátíð var í bæ á Borg Restaurant 20. Desember síðastliðin þar sem Jólabolla Barþjónaklúbbs Íslands fór fram. Bollan er árlegur góðgerðaviðburður, en í ár rann allur ágóði til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Gestir gátu því gætt sér á ljúffengum jóla-bollum og á sama tíma styrkt gott málefni! DJ De La Rosa sá gestum fyrir ljúfum tónum til þess að koma fólki í jólaskapið.
Reykjavík Cocktails sigraði í Jólabollu Barþjónaklúbbsins
8 veitingahús og barir kepptu við hvort annað um hver var með bestu jólabolluna og var markmið þeirra að draga sem flesta á sinn bás og safna saman drykkjamiðum sem seldir voru í dyrunum. Staðirnir sem tóku þátt í ár voru.
- Héðinn
- Bingo
- Blik
- Drykk
- Jungle
- Nauthóll
- Reykjavík Cocktails
- Bragginn
Sá staður sem reiddi fram mest að bollu og endaði þannig sem sigurvegari var engin annar en barinn sem kemur til þín, Reykjavík Cocktails! Þeir voru með ljúffenga Plantation Egg-Nogg bollu sem þyrstir gestir fengu hreinlega ekki nóg af!
231 þúsund safnast fyrir Mæðrastyrksnefnd
- Rvk Cocktails menn að afhenda ávísunina.
- Rvk Cocktails menn, Teitur og Jónína.
Verðlaunin voru ekki í verri kantinum en sigurvegarinn fékk að afhenda allan ágóða kvöldsins til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í formi risastórar ávísunar. Alls voru um 300 drykkir reiddir fram um kvöldið og safnaðist því 231.000 kr.!
Keppnin um ljótasta/flottasta jóla ,,dressið‘‘
Einnig fór fram keppnin um ljótasta/flottasta jóla ,,dressið‘‘ en það var hann Karl Pálsson (Kalli) sem sem kom, sá og sigraði. Fékk hann að verðlaunum fljótandi veigar frá Mekka Wines & Spirits.
- Dj De La Rosa skemmti líðnum með ljúfum jólatónum!
- Barinn Drykk var með jólabollu tré!
- Hátíð var í bæ á Borg Restaurant

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss