Veitingarýni
Rétturinn í Keflavík 5 ára | „Kótiletturnar voru alveg frábærar…“
Ég og ritstjórinn ákváðum að fyrsta föstudag í febrúar ætluðu við að mæta á Réttinn í Keflavík og fá okkur Lambakótilettur í raspi með alles til heiðurs þess að fyrsta föstudag í hverjum mánuði mætir kótilettufélag Suðurnesja og fá sinn uppáhaldsrétt í hádeginu, og svo var einnig þennan föstudag.
Það var hörkutraffík á staðnum og greinileg að bæjarbúar kunna vel að meta hvað staðurinn býður upp á.
Eftir smá umræður við Halldór Levi, þar sem ég sagði honum frá því er við Sigurvin fórum í Turninn á kótilettukvöld hjá Silgfirðingum var ákveðið að næst þegar kótilettufélagið mætir í mars þá fái þeir Rjóma vanilluís með coctailávöxtum og þeyttum rjóma eins var að sjónum á sunnudögum hér áður fyrr og einnig til þess að fagna því að í mars eru 5 ár síðan Rétturinn var opnaður.
Kótiletturnar voru alveg frábærar, fulleldaðar og stökkar að utan, ég fékk mér kartöflur, grænar baunir, rauðkál, hrásalat, feiti og rabbabarasultu, ritstjórinn fékk sér sósu með eins og sést á myndinni, þetta var alveg svakalega gott og svo var blómkálssúpa sem gaf ekkert eftir gæðum.
Þetta er staður með sál og metnaðurinn í Magnúsi, Sverrir og aðstoðarfólki þeirra skein virkilega í gegn.
Við hjá Veitingageirinn.is óskum þeim til hamingju með 5 ára áfangann og góð gengis í framtíðinni.
Með fylgir seðillinn vikuna sem við heimsóttum þá.
Myndir: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?