Veitingarýni
Rétturinn í Keflavík 5 ára | „Kótiletturnar voru alveg frábærar…“
Ég og ritstjórinn ákváðum að fyrsta föstudag í febrúar ætluðu við að mæta á Réttinn í Keflavík og fá okkur Lambakótilettur í raspi með alles til heiðurs þess að fyrsta föstudag í hverjum mánuði mætir kótilettufélag Suðurnesja og fá sinn uppáhaldsrétt í hádeginu, og svo var einnig þennan föstudag.
Það var hörkutraffík á staðnum og greinileg að bæjarbúar kunna vel að meta hvað staðurinn býður upp á.
Eftir smá umræður við Halldór Levi, þar sem ég sagði honum frá því er við Sigurvin fórum í Turninn á kótilettukvöld hjá Silgfirðingum var ákveðið að næst þegar kótilettufélagið mætir í mars þá fái þeir Rjóma vanilluís með coctailávöxtum og þeyttum rjóma eins var að sjónum á sunnudögum hér áður fyrr og einnig til þess að fagna því að í mars eru 5 ár síðan Rétturinn var opnaður.
Kótiletturnar voru alveg frábærar, fulleldaðar og stökkar að utan, ég fékk mér kartöflur, grænar baunir, rauðkál, hrásalat, feiti og rabbabarasultu, ritstjórinn fékk sér sósu með eins og sést á myndinni, þetta var alveg svakalega gott og svo var blómkálssúpa sem gaf ekkert eftir gæðum.
Þetta er staður með sál og metnaðurinn í Magnúsi, Sverrir og aðstoðarfólki þeirra skein virkilega í gegn.
Við hjá Veitingageirinn.is óskum þeim til hamingju með 5 ára áfangann og góð gengis í framtíðinni.
Með fylgir seðillinn vikuna sem við heimsóttum þá.
Myndir: Smári

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn