Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rekstraraðilar Sjálands í kröppum dansi
Landsréttur hefur snúið við þeirri ákvörðun Héraðsdóms að Arnarnesvegur ehf, eigandi fasteignar við Ránargrund 4 í Garðabæ, sé heimilt að bera Gourmet ehf, rekstrarfélag veitingastaðarins Sjálands sem starfræktur er í húsnæðinu, út vegna vangoldinnar leigu, að því er fram kemur á dv.is.
Í dómnum (sem hægt er að lesa hér) kemur fram að rekstraraðili staðarins hafi glímt við rekstraerfiðleika sökum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ekki hafi verið hægt að nota veislusal húsnæðisins um langt skeið og vegna takmarkanna hafi rekstrartekjur staðarins lækkað um allt að 90% frá september 2020.
Óskað hafi verið eftir helmingsafslætti af húsaleigunni fjóra síðustu mánuði ársins 2020 en á það var ekki fallist. Að endingu var komist að samkomulagi um greiðslu þessara mánaða og að endingu voru allir mánuðirnir greiddir nema desember 2020.
Nánari umfjöllun um málið er hægt að lesa á dv.is hér.
Mynd: sjaland210.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






