Viðtöl, örfréttir & frumraun
Rekstraraðilar Sjálands í kröppum dansi
Landsréttur hefur snúið við þeirri ákvörðun Héraðsdóms að Arnarnesvegur ehf, eigandi fasteignar við Ránargrund 4 í Garðabæ, sé heimilt að bera Gourmet ehf, rekstrarfélag veitingastaðarins Sjálands sem starfræktur er í húsnæðinu, út vegna vangoldinnar leigu, að því er fram kemur á dv.is.
Í dómnum (sem hægt er að lesa hér) kemur fram að rekstraraðili staðarins hafi glímt við rekstraerfiðleika sökum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ekki hafi verið hægt að nota veislusal húsnæðisins um langt skeið og vegna takmarkanna hafi rekstrartekjur staðarins lækkað um allt að 90% frá september 2020.
Óskað hafi verið eftir helmingsafslætti af húsaleigunni fjóra síðustu mánuði ársins 2020 en á það var ekki fallist. Að endingu var komist að samkomulagi um greiðslu þessara mánaða og að endingu voru allir mánuðirnir greiddir nema desember 2020.
Nánari umfjöllun um málið er hægt að lesa á dv.is hér.
Mynd: sjaland210.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






