Reykjavík Cocktail Weekend
RCW hátíðin fór frábærlega af stað – Myndaveisla
Reykjavík Cocktail Weekend byrjaði með pomp og prakt í Hörpu í gær, miðvikudaginn 3. apríl.
Mæting var vonum framar í Hörpu í gær þar sem um 400 manns komu saman og var mikið um gleði og gaman.
15 fyrirtæki voru með kynningarbása á svæðinu og var nóg af nýjum og skemmtilegum drykkjum.
Keppt var í Íslandsmeistaramóti Barþjóna í freyðandi kokteil og í Kokteil með lágu áfengismagni (LOW ABV) þema keppninni.
5 komust áfram í úrslit í Íslandsmeistaramótinu og voru það:
- Reginn Galdur Árnason með kokteilinn Purple Haze
- Árni Gunnarsson með kokteilinn Arwen
- Bruno Falcao með kokteilinn Red Sparkle
- Grétar Matthíasson með kokteilinn Volvoinn
- Jacek Arkadiusz Rudecki með kokteilinn Strawberry Letter 23
Þessir barþjónar keppa svo til úrslita. Á laugardaginn fara fram skrifleg próf og þef og bragð prófi, og svo á sunnudaginn fer fram hraðakeppni þar sem keppendur þurfa að útbúa 5 mismunandi kokteila á sem skemmstum tíma.
Þau 3 sem komust áfram í þema keppninni voru:
- Freyja Þórisdóttir með kokteilinn Berry Blossom
- Sigurjón Tómas Hjaltason með kokteilinn Royal Fizz
- Kría Freysdóttir með kokteilinn Pikachu
Úrslit verða svo kunngjörð í báðum flokkum á loka viðburði RCW á sunnudaginn!
Einnig fór fram úrslita kosning um kokteilabar ársins 2024, en þar var kosið um 5 staði sem komust áfram í netkosningu fyrr í vikunni.
Þeir staðir sem kosið var um voru:
- Blik Bistro
- Jungle
- Bastard Brew & Food
- Tipsý
- Skreið
Nóg er svo að vera á RCW yfir helgina og hvetjum við fólk til þess að kíkja á rcw.is fyrir frekari upplýsingar!
Myndir: Sigurður Valdimar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast