Frétt
Rangar merkingar á Ali snitzel frá Síld og fiski
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á tveimur framleiðslulotum af Ali snitzel frá Síld og fiski vegna rangar merkinga en fyrir mistök var snitzel sem þarfnast eldunar pakkað í umbúðir fyrir fulleldað. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Ali
- Vöruheiti: Snitzel fulleldað
- Lotunr. 02.09.24 og 04.09.24, Best fyrir 23.09.24 og 25.09.24
- Nettómagn: Breytilegt
- Strikamerki: Hefst á 2353996…
- Framleiðandi: Síld og fiskur, Dalshrauni 9b, Hafnarfirði
- Dreifing: Verslanir Bónus, Krónunnar, Hagkaupa, Samkaupa, Fjarðarkaup, Kassinn og Kaupfélag V-Húnvetninga.
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til fyrirtækisins Síld og Fisks eða í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu