Uncategorized
Rafn Þórisson Íslandsmeistari Barþjóna 2007
|
|
Íslandsmeistaramót barþjóna var haldið á Nordica Hótel í gærkveldi sunnudaginn 6. maí og keppt var í þurrum drykkjum (pre-dinner) eða fordrykkir.
Þrettán keppendur mættu til leiks og hristu og hrærðu af mikilli innlifun með það eitt markmið, að vinna.
Leikar fóru þannig að Rafn Þórisson Nordica Hótel kom sá og sigraði í sinni fyrstu keppni. Rafn var krýndur til íslandsmeistara og keppir fyrir Ísland á heimsmeistaramóti barþjóna í Taiwan í nóvember næstkomandi.
Auk þess hlaut hann margt góðra verðlauna, sem öll eru gefin af styrktaraðilum Barþjónaklúbbs Íslands.
Úrslit fyrstu þrem sætum voru eftirfarandi:
-
Rafn Þórisson Nordica Hótel
-
Jónína Gunnarsdóttir, Kaffi Reykjavík
-
Ólöf Eðvarðsdóttir, Kaffi Reykjavík.
Gamli refurinn Guðmundur Sigtryggsson Nordica Hótel, íslandsmeistari 2006, sýndi mestu fagmennskuna og sigraði í faglegum vinnubrögðum.
Aðrir fjölmiðlar sem einnig fjölluðu um Íslandsmót Barþjóna
Fréttablaðið, sjá nánar hér
Heimild Bar.is
Mynd: Freisting.is/Hinrik Carl
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar4 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni6 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






