Uncategorized
Rafn Þórisson Íslandsmeistari Barþjóna 2007
|
Íslandsmeistaramót barþjóna var haldið á Nordica Hótel í gærkveldi sunnudaginn 6. maí og keppt var í þurrum drykkjum (pre-dinner) eða fordrykkir.
Þrettán keppendur mættu til leiks og hristu og hrærðu af mikilli innlifun með það eitt markmið, að vinna.
Leikar fóru þannig að Rafn Þórisson Nordica Hótel kom sá og sigraði í sinni fyrstu keppni. Rafn var krýndur til íslandsmeistara og keppir fyrir Ísland á heimsmeistaramóti barþjóna í Taiwan í nóvember næstkomandi.
Auk þess hlaut hann margt góðra verðlauna, sem öll eru gefin af styrktaraðilum Barþjónaklúbbs Íslands.
Úrslit fyrstu þrem sætum voru eftirfarandi:
-
Rafn Þórisson Nordica Hótel
-
Jónína Gunnarsdóttir, Kaffi Reykjavík
-
Ólöf Eðvarðsdóttir, Kaffi Reykjavík.
Gamli refurinn Guðmundur Sigtryggsson Nordica Hótel, íslandsmeistari 2006, sýndi mestu fagmennskuna og sigraði í faglegum vinnubrögðum.
Aðrir fjölmiðlar sem einnig fjölluðu um Íslandsmót Barþjóna
Fréttablaðið, sjá nánar hér
Heimild Bar.is
Mynd: Freisting.is/Hinrik Carl

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík