Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Rabbar Barinn fjárfestir í nýjum matarvagni
Rabbar Barinn hefur fest kaup á glæsilegum matarvagn og nú um helgina verður Rabbar Barinn með vagninn á hátíðinni Sumar á Selfossi.
Boðið verður upp á beikon og humarloku með basilíku dressingu, humarsúpu, kjötsúpu og drykkjarvörur.
Eigandi er Bryndís Sveinsdóttir en hún kemur til með að sjá um grænmetisverslun Mathallarinnar á Hlemmi.
„Allt grænmetið verður selt í lausu og það verður allt íslenskt hjá okkur“
, segir Bryndís í samtali við visir.is aðspurð um fyrirkomulagið á Rabbar Barnum í Matarhöllinni.
Á vefsíðu Hlemmurmatholl.is segir að Rabbar-barinn komi til með að starfa náið með Sölufélagi Garðyrkjumanna og sjá til þess að gestir Mathallarinnar geti alltaf gripið með sér brakandi ferskt grænmeti og ilmandi blóm. Þarna má gæða sér á kryddjurtabrauði, salati, rabbabaragraut með rjóma og ýmsum ljúffengum súpum sem tryggja að ekkert fari til spillis og grænmetið fái að njóta sín til fullnustu.
Myndir: facbook / Rabbar Barinn

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata