Uppskriftir
Rabarbarapæ með jarðaberjum – Gott með þeyttum rjóma eða ís
Eitt það allra besta sem ég hef fengið og búið til. Ef maður á ekki til annað hvort af hráefninu þá bara um að gera að skipta út fyrir t.d. bláber, hindber, epli, perur, banana, ananas eða það sem sælkerinn í þér segir þér.
Blandan
1 stórt egg
1 bolli sykur
2 msk hveiti
1 tsk vanilluþykkni eða vanillusykur
1 1/2 bolli af rabarbara, skorið í sneiðar/bita
1 1/2 bolli jarðarber, helmingur
Þeytið egg í skál. Þeytið sykur, hveiti og vanillu þar til það er blandað vel saman. Hrærið rabarbara og jarðarber varlega saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót.
Toppurinn
3/4 bolli hveiti
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli haframjöl
1/2 bolli kalt smjör, skorið í teninga
Blandið saman hveiti, púðursykur og haframjölinu og dreifið yfir blönduna og skerið svo smjörið í litla teninga og dreifið jafnt yfir.
Hitið ofninn í 200°c.
Bakið 10 mínútur. Lækkaðu svo hitann niður í 180°c og bakaðu þar til skorpan er gullinbrún og fyllingin freyðandi, um það bil 35 mínútum lengur.
Ef þú notar frosinn rabarbara skaltu láta hann þiðna fyrst. Ég frysti alltaf í 1. kíló saman í poka til að eiga yfir veturinn sem er dásamleg búbót annað hvort í sultur, graut eða pæ.
Berið fram með rjóma eða ís.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn








