Uppskriftir
Rabarbarapæ með jarðaberjum – Gott með þeyttum rjóma eða ís
Eitt það allra besta sem ég hef fengið og búið til. Ef maður á ekki til annað hvort af hráefninu þá bara um að gera að skipta út fyrir t.d. bláber, hindber, epli, perur, banana, ananas eða það sem sælkerinn í þér segir þér.
Blandan
1 stórt egg
1 bolli sykur
2 msk hveiti
1 tsk vanilluþykkni eða vanillusykur
1 1/2 bolli af rabarbara, skorið í sneiðar/bita
1 1/2 bolli jarðarber, helmingur
Þeytið egg í skál. Þeytið sykur, hveiti og vanillu þar til það er blandað vel saman. Hrærið rabarbara og jarðarber varlega saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót.
Toppurinn
3/4 bolli hveiti
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli haframjöl
1/2 bolli kalt smjör, skorið í teninga
Blandið saman hveiti, púðursykur og haframjölinu og dreifið yfir blönduna og skerið svo smjörið í litla teninga og dreifið jafnt yfir.
Hitið ofninn í 200°c.
Bakið 10 mínútur. Lækkaðu svo hitann niður í 180°c og bakaðu þar til skorpan er gullinbrún og fyllingin freyðandi, um það bil 35 mínútum lengur.
Ef þú notar frosinn rabarbara skaltu láta hann þiðna fyrst. Ég frysti alltaf í 1. kíló saman í poka til að eiga yfir veturinn sem er dásamleg búbót annað hvort í sultur, graut eða pæ.
Berið fram með rjóma eða ís.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas