Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Pylsa eða Pulsa nýr veitingastaður á Hlemmur Square hótel | Veitingarýni
Þjóðverjinn Klaus Ortlib rekur þetta bæði sem hotel á 1. hæð og hostel á 2. hæðum, svo er bar og gesta móttaka á jarðhæðinni og svo nýi staðurinn sem er með bráðabyrgðarnafnið pylsa eða pulsa , en það mun verða hugmyndasamkeppni um endanlegt nafn á honum.
Klaus er enginn nýgræðingur í hótelbransanum og hefur unnið beggja vegna Atlandsála og rekur í dag hótel í New York, Los Angeles, New Orelens sem og í Evrópu, þannig að þarna er á ferð aðili sem veit hvað hann er að gera og kannski skemmtilegast að hann gerir hlutina á annan hátt en flestir aðrir.
Klaus fannst pylsumenningin ekki vera upp á marga fiska hér á landi og vill með veitingastaðnum og matseðlinum leggja sitt af mörkum til að breyta því og ber að fagna því.
Okkur var vísað til sætis og afhentur matseðillinn og eftir smástund vorum við búnir að ákveða hvað okkur langaði að smakka, diet komið á kantinn og svo byrjaði veislan.
Þessi pylsa er upphaflega frá Bayern þar sem kúltur Tyrkja og þjóðverja gáfu af sér þessa vöru og þó það sé óraunverulegt þá er það hefð að bera franskar kartöflur með. Pylsan var mjög góð, en í sterkari kantinum, kartöflurnar voru alveg til fyrirmyndar vel steiktar stökkar og mjúkar inní frekar sjaldgæft nú til dags.
Þarna fannst manni aðeins vanta upp á karakterinn, það var ekki laust við að maður héldi að maður væri að borða bufftartar í pylsuformi, sennilega var kjötið of fitulítið, meðlætið var þýskt, en það vantaði þýskt sinnep.
Bragðið hefði mátt vera sterkara, því meðlætið leyfði það alveg, en heilt yfir prýðileg.
Þarna var þýski pylsukarakterinn á heimavelli, meðlæti gott og klárlega sigurvegari kvöldsins.
Ég átti gott samtal með einum þjónanna og voru það skemmtilegar umræður og kom fram í þeim að þetta sé byrjunin og svo verði skipt út seðlum með jöfnu millibili þar til alvöru söluseðill er klár og að smekk markaðarins hér í borg.
Læt ég matseðillinn fylgja með hér að neðan:
Smellið hér til að skoða matseðilinn.
Við þökkuðum fyrir okkur og héldu glaðir út í lífið eftir þessa upplifun.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt