Uppskriftir
Plokkfiskur að hætti Úlfars
Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari deilir hér með lesendum veitingageirans frægu plokkfisk uppskriftinni sem hann hefur afgreitt í tugi ára á veitingastað sínum Þrír Frakkar.
Hráefni
- 900 gr þorskflök
- 100–200 g kartöflur
- smjörbolla eða sósuþykkni
- 1 stk. meðalstór laukur
- 1/2 lítri mjólk
- 1 tsk. karrí
- salt
- 2 msk. pipar
- 2 msk. kalt smjör
Aðferð
Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og skerið í bita. Roð- og beinhreinsið þorskflökin, skerið þau í bita og sjóðið; látið suðuna koma upp og slökkvið síðan undir hellunni og látið standa á meðan sósan er útbúin, í um 10 mín. Útbúið smjörbolluna. Athugið að í staðin fyrir þorsk má nota ýsu eða lúðu.
Afhýðið og saxið lauk og setjið í pott ásamt mjólk, karríi og salti. Hitið að suðu og jafnið síðan með smjörbollu eða sósuþykkni. Takið hluta af sósunni frá en bætið fiskinum út í sósuna í pottinum ásamt soðnum kartöflum og hrærið gætilega saman við.
Ef plokkfiskurinn er of þurr má bæta því sem tekið var frá af sósunni út í. Kryddið með pipar eftir smekk, sumir vilja mikinn pipar en aðrir minna, og setjið svo kalt smjör út í til að fá mýkri áferð.
Plokkfiskinn má líka gratínera í ofni með því að setja hann í smurt eldfast mót og setja hollandaise- eða béarnaisesósu og rifinn ost yfir. Uppskrift af béarnaisesósu er hér. Bakið réttinn í ofni við 200°C, í um 3 mín. eða þar til hann verður gullinbrúnn.
Höfundur: Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari
Mynd: 3Frakkar.com
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi