Vertu memm

Uppskriftir

Plokkfiskur að hætti Úlfars

Birting:

þann

Plokkfiskur

Plokkfiskur að hætti Úlfars

Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari deilir hér með lesendum veitingageirans frægu plokkfisk uppskriftinni sem hann hefur afgreitt í tugi ára á veitingastað sínum Þrír Frakkar.

Hráefni

  • 900 gr þorskflök
  • 100–200 g kartöflur
  • smjörbolla eða sósuþykkni
  • 1 stk. meðalstór laukur
  • 1/​2 lítri mjólk
  • 1 tsk. karrí
  • salt
  • 2 msk. pipar
  • 2 msk. kalt smjör

Aðferð

Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og skerið í bita. Roð- og beinhreinsið þorskflökin, skerið þau í bita og sjóðið; látið suðuna koma upp og slökkvið síðan undir hellunni og látið standa á meðan sósan er útbúin, í um 10 mín. Útbúið smjörbolluna. Athugið að í staðin fyrir þorsk má nota ýsu eða lúðu.

Afhýðið og saxið lauk og setjið í pott ásamt mjólk, karríi og salti. Hitið að suðu og jafnið síðan með smjörbollu eða sósuþykkni. Takið hluta af sósunni frá en bætið fiskinum út í sósuna í pottinum ásamt soðnum kartöflum og hrærið gætilega saman við.

Ef plokkfiskurinn er of þurr má bæta því sem tekið var frá af sósunni út í. Kryddið með pipar eftir smekk, sumir vilja mikinn pipar en aðrir minna, og setjið svo kalt smjör út í til að fá mýkri áferð.

Plokkfiskinn má líka gratínera í ofni með því að setja hann í smurt eldfast mót og setja hollandaise- eða béarnaisesósu og rifinn ost yfir. Uppskrift af béarnaisesósu er hér. Bakið réttinn í ofni við 200°C, í um 3 mín. eða þar til hann verður gullinbrúnn.

Höfundur: Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari

Mynd: 3Frakkar.com

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið