Uppskriftir
Plokkfiskur
Fyrir 4 til 5
600 gr ýsa roðlaus og beinlaus
130 gr smjör
2 stk laukur
110 gr hveiti
1,3 tsk pipar
2 dl fisksoð
2 dl mjólk
2 dl rjómi
250 gr kartöflur skornar í teninga
1 tsk salt
1 tsk salt fyrir suðu á ýsu
1/2 stk sítróna
Aðferð
Smjörið brætt í potti og laukurinn settur út í ásamt pipar, látið malla þar til laukurinn er farinn að mýkjast, því næst fer hveitið saman við og og á meðan væri gott að draga pottinn af hellunni.
Hellið soðinu saman við og hrærið með sleifinni, því næst blandið þið mjólkinni og hrærið þar til sósan er kekkjalaus, setjið aftur á vægan hita og blandið soðna fiskinum og kartöfluteningunum saman við.
Bætið rjómanum saman við og bætið með saltinu, gott er að kreista sítrónubát út í .
Ég sýð ekki fiskinn heldur set ég pott á helluna og set vatn, salt og sítrónu og fæ suðuna upp og set fiskinn út í og dreg af hellunni læt standa þar til ég nota fiskinn.
Gott er að hafa rúgbrauð og smjör og svo eitthvað grænmeti, einnig er hægt að setja plokkfiskinn í eldfast form og setja bearnaise og ost yfir og gratínera.
Verði ykkur að góðu.

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @EddiKokkur
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Kokkalandsliðið6 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir






