Starfsmannavelta
Pizzastaðurinn Spaðinn hættir rekstri
Pizzastaðurinn Spaðinn hefur lokað eftir ríflega tveggja ára starfsemi.
Í tilkynningu frá Þórarni Ævarssyni, framkvæmdastjóra Spaðans, segir að rekstur fyrirtækisins hafi af ýmsum ástæðum gengið erfiðlega undanfarið og hafi eigendur fyrirtækisins leitað allra leiða til að halda rekstrinum gangandi. Þær tilraunir hafa þó ekki skilað árangri.
„Skuldir Spaðans eru nær einvörðungu við eigendur fyrirtækisins en þar sem rekstrargrundvöllur er brostinn er það mat eiganda að réttast sé að hætta starfsemi. Því var síðasti starfsdagur þess í gær, sunnudaginn 3. júlí,“ segir í tilkynningunni sem að visir.is birtir.
Spaðinn rak tvo veitingastaði – á Dalvegi 32B í Kópavogi og svo Fjarðargötu 11 í Hafnarfirði. Útibúi Spaðans í Hafnarfirði var lokað í maí síðastliðinn.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi







