Starfsmannavelta
Pizzastaðurinn Spaðinn hættir rekstri
Pizzastaðurinn Spaðinn hefur lokað eftir ríflega tveggja ára starfsemi.
Í tilkynningu frá Þórarni Ævarssyni, framkvæmdastjóra Spaðans, segir að rekstur fyrirtækisins hafi af ýmsum ástæðum gengið erfiðlega undanfarið og hafi eigendur fyrirtækisins leitað allra leiða til að halda rekstrinum gangandi. Þær tilraunir hafa þó ekki skilað árangri.
„Skuldir Spaðans eru nær einvörðungu við eigendur fyrirtækisins en þar sem rekstrargrundvöllur er brostinn er það mat eiganda að réttast sé að hætta starfsemi. Því var síðasti starfsdagur þess í gær, sunnudaginn 3. júlí,“ segir í tilkynningunni sem að visir.is birtir.
Spaðinn rak tvo veitingastaði – á Dalvegi 32B í Kópavogi og svo Fjarðargötu 11 í Hafnarfirði. Útibúi Spaðans í Hafnarfirði var lokað í maí síðastliðinn.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas