Starfsmannavelta
Pizzastaðurinn Spaðinn hættir rekstri
Pizzastaðurinn Spaðinn hefur lokað eftir ríflega tveggja ára starfsemi.
Í tilkynningu frá Þórarni Ævarssyni, framkvæmdastjóra Spaðans, segir að rekstur fyrirtækisins hafi af ýmsum ástæðum gengið erfiðlega undanfarið og hafi eigendur fyrirtækisins leitað allra leiða til að halda rekstrinum gangandi. Þær tilraunir hafa þó ekki skilað árangri.
„Skuldir Spaðans eru nær einvörðungu við eigendur fyrirtækisins en þar sem rekstrargrundvöllur er brostinn er það mat eiganda að réttast sé að hætta starfsemi. Því var síðasti starfsdagur þess í gær, sunnudaginn 3. júlí,“ segir í tilkynningunni sem að visir.is birtir.
Spaðinn rak tvo veitingastaði – á Dalvegi 32B í Kópavogi og svo Fjarðargötu 11 í Hafnarfirði. Útibúi Spaðans í Hafnarfirði var lokað í maí síðastliðinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Uppskriftir4 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt4 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi







