Starfsmannavelta
Pizzastaðurinn Spaðinn hættir rekstri
Pizzastaðurinn Spaðinn hefur lokað eftir ríflega tveggja ára starfsemi.
Í tilkynningu frá Þórarni Ævarssyni, framkvæmdastjóra Spaðans, segir að rekstur fyrirtækisins hafi af ýmsum ástæðum gengið erfiðlega undanfarið og hafi eigendur fyrirtækisins leitað allra leiða til að halda rekstrinum gangandi. Þær tilraunir hafa þó ekki skilað árangri.
„Skuldir Spaðans eru nær einvörðungu við eigendur fyrirtækisins en þar sem rekstrargrundvöllur er brostinn er það mat eiganda að réttast sé að hætta starfsemi. Því var síðasti starfsdagur þess í gær, sunnudaginn 3. júlí,“ segir í tilkynningunni sem að visir.is birtir.
Spaðinn rak tvo veitingastaði – á Dalvegi 32B í Kópavogi og svo Fjarðargötu 11 í Hafnarfirði. Útibúi Spaðans í Hafnarfirði var lokað í maí síðastliðinn.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði