Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Pizza Hut opnar nýjan stað í Hafnarfirði í sumar
Nýr Pizza Hut veitingastaður verður opnaður um mitt sumar á einu besta horni bæjarins í verslunarkjarnanum Setbergi í Hafnarfirði, þar sem söluturninn Snæland var áður til húsa.
„Fara ekki 30 þúsund bílar þarna framhjá á hverjum degi?“
, segir Helgi Vilhjálmsson í Góu, eigandi Pizza Hut á Íslandi hress í samtali við Morgunblaðið og bætir við að sér skiljist að Hafnfirðingar bíði spenntir eftir nýja staðnum.
Einnig hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um nýjan Pizza Hut stað í nýrri verslanamiðstöð sem Kaupfélag Suðurnesja hyggst reisa nærri Keflavíkurflugvelli.
Á heimasíðu Pizza Hut segir að fyrsta Pizza Hut veitingahúsið var opnað árið 1958. Í rauninni var þetta lítill kofi sem tveir bræður opnuðu í Wichita í Kansas og fengu til þess 600 US dollara að láni frá mömmu sinni. Keðjan dregur nafn sitt af þessum fyrsta kofa.
Í dag eru yfir 12.000 Pizza Hut veitingastaðir í heiminum sem bjóða uppá fjölbreytann matseðil auk vinsælasta réttarins sem enn er Pönnu Pizzan góða.
Pizza Hut er í dag alþjóðleg veitingahúsakeðja. Afar strangir staðlar stýra allri vinnu á Pizza Hut , allt frá meðferð matvæla og vinnslu til þjónustunnar. Á öllum Pizza Hut stöðum eru gerðar mánaðarlega hulduheimsóknir þar sem gerð er svokölluð CHAMPS úttekt.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






