Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Pizza Hut opnar nýjan stað í Hafnarfirði í sumar

Birting:

þann

Pizza

Nýr Pizza Hut veitingastaður verður opnaður um mitt sumar á einu besta horni bæjarins í verslunarkjarnanum Setbergi í Hafnarfirði, þar sem söluturninn Snæland var áður til húsa.

„Fara ekki 30 þúsund bílar þarna framhjá á hverjum degi?“

, segir Helgi Vilhjálmsson í Góu, eigandi Pizza Hut á Íslandi hress í samtali við Morgunblaðið og bætir við að sér skiljist að Hafnfirðingar bíði spenntir eftir nýja staðnum.

Einnig hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um nýjan Pizza Hut stað í nýrri verslanamiðstöð sem Kaupfélag Suðurnesja hyggst reisa nærri Keflavíkurflugvelli.

Á heimasíðu Pizza Hut segir að fyrsta Pizza Hut veitingahúsið var opnað árið 1958. Í rauninni var þetta lítill kofi sem tveir bræður opnuðu í Wichita í Kansas og fengu til þess 600 US dollara að láni frá mömmu sinni. Keðjan dregur nafn sitt af þessum fyrsta kofa.

Í dag eru yfir 12.000 Pizza Hut veitingastaðir í heiminum sem bjóða uppá fjölbreytann matseðil auk vinsælasta réttarins sem enn er Pönnu Pizzan góða.

Pizza Hut er í dag alþjóðleg veitingahúsakeðja. Afar strangir staðlar stýra allri vinnu á Pizza Hut , allt frá meðferð matvæla og vinnslu til þjónustunnar. Á öllum Pizza Hut stöðum eru gerðar mánaðarlega hulduheimsóknir þar sem gerð er svokölluð CHAMPS úttekt.

Auglýsingapláss

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið