Uppskriftir
Pastaréttur Pasticcio
Pasticcio er pastaréttur í ætt við Lasagna. Pasticcio finnst mér eiginlega betri réttur en Lasagna. Rétturinn er lagaður í þremur þáttum: Kjötsósa/hakk, Ricatoni pasta og Bechamelsósa með eggjum og osti.
Pasta:
500 gr Ricatoni Pasta, soðið í 10 mín eða “al dente”
100 gr rifinn ferskur parmesan ostur
100 ml rjómi
Salt
Kjötsósa:
600 gr nautahakk
60 gr rifnar gulrætur
1 laukur saxaður fínt
2 hvítlauksgeirar marðir og saxaðir
6o gr söxuð rauð paprika
Salt og pipar
400 gr niðursoðnir tómatar
2 msk tómatpúrra
1 tsk oregano
1 tsk timian
Kjötkraftur ef með þarf
Bechamelsósa:
500 ml mjólk (best að nota g-mjólk)
Agnarögn múskat
50 gr smjörbolla til að þykkja (50/50 hveiti og bráðið smjör)
100 gr rifinn ostur
3 eggjarauður
Salt og pipar
Byrjið á því að brúna kjöthakkið og krydda til með salti, pipar, oregano og timian. Setjið allt grænmetið útí og brúnið áfram stutta stund. Setjið tómatana í blandara og tætið þá í sundur. Hellið í hakkið og bætið tómatpúrre saman við. Sjóðið rólega í 60-80 mínútur. Þetta á að vera þykk kjötsósa.
Blandið parmesan saman við heitt pastað og bleytið í því með rjómanum. Saltið. Leggið til hliðar og geymið.
Mjólkin er hituð rólega að suðumarki og krydduð með múskati, salti og pipar. Þegar sýður, takið af hitanum og þykkið með smjörbollunni. Hrærið rösklega í. Bætið osti saman við og kælið í c.a. 80 gráður. Bætið þá eggjarauðum saman við.
Kjötsósan er sett í botninn á eldföstu formi og pasta ofaná. Að síðustu er sósunni hellt jafnt yfir svo hvergi sjáist í pasta. Bakist í 180 gráðu heitum ofni í 30-40 mínútur.
Framreiðið með góðu salati og hvítlauksbrauði.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
Mynd: Wikimedia Commons: Pasticcio. Höfundur myndar er Samkipper. Birt undir GNU Free Documentation License leyfi.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti