Markaðurinn
Pastaréttur með heimabökuðum plómutómötum
Innihaldslýsing:
6-8 plómutómatar, þroskaðir
4 msk ólífuolía
1 tsk sykur, helst hrásykur
Nýmalaður pipar
Salt
1/2 tsk basilika
Balsamedik
300 g pasta, t.d. tagliatelle
Hnefafylli af íslensku klettasalati
Leiðbeiningar:
Ofninn hitaður í 140°C.
- Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Dálítilli olíu dreift í eldfast mót og tómötunum raðað í það (hýðið látið snúa niður).
- Svolitlum sykri dreift yfir, tómatarnir kryddaðir með pipar, salti og e.t.v. þurrkaðri basiliku, og síðan er balsamedikinu ýrt yfir ásamt afganginum af olíunni.
- Sett í ofninn og bakað í 45-60 mínútur, eða þar til tómatarnir eru hálfþurrir og unaðslega bragðmiklir.
- Pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, hellt í sigti og síðan hvolft í skál eða á fat.
- Olíunni af tómötunum ýrt yfir og klettasalatinu blandað saman við.
- Tómötunum raðað ofan á.
Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






