Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Páll Óskar opnar veitingastað

Birting:

þann

Páll Óskar opnar veitingastað - Indican - Borg29 í Borgartúni

Páll Óskar og Valgeir Gunnlaugsson

Páll óskar er einn af þeim sem standa á bakvið opnun á nýjasta stað mathallarinnar Borg29, í Borgartúni. Staðurinn heitir Indican og selur indverskan mat.

En hvernig kom það til að einn okkar ástsælasti tónlistarmaður er að fara í veitingabransann?

Valgeir Gunnlaugsson betur þekktur sem Valli Flatbaka, vinur Palla, er einn eigenda Indican.

Þegar Indican opnaði nýlega fyrir dyr sínar í Vesturbænum við Hagamel 67 fór Palli að sjálfsögðu að smakka. Tók upp myndband af sér borða matinn þar sem hann sagði

“ertu ekki að grínast í mér, þetta er gaaalið gott!”

Það myndband endaði á samfélagsmiðlum með góðfúslegu leyfi Palla, dreifðist og fékk vægast sagt góðar undirtektir. En það myndband sló heldur betur í gegn og er komið með 60.000 áhorf á samfélagsmiðlinum TikTok og ekki nóg með það heldur hefur hljóðbrot af setningu Palla dreifst eins og eldur um sinu og endaði í áramótaskaupinu í loka laginu þar sem fyrsta setning Palla er “ertu ekki að grínast í mér þetta galið gott”.

Umrædda myndband er hægt að horfa á hér fyrir neðan:

@indicanwest Betra en kynlíf samkvæmt popp kónginum! 😏 15% afsláttur af pöntunum á Indican.is með kóðanum “tiktok” #islensktiktok ♬ original sound – indicanwest

Við heyrðum í Valla og forvitnuðumst nánar:

„Þetta gerðist allt mjög hratt. Palli sendir á mig þetta fræga video. Hann varð strax “fan” og fannst þetta “gaalið gott”. Mér fannst það ofboðslega einlægt, fyndið og flott. Spyr hvort ég megi ekki pósta þessu.

Palli, eins frábær og hann er, segir við mig að ég megi alveg setja þetta á samfélagsmiðlana okkar, sem og við gerum. Áður en við vitum af erum við “gone viral

Hann er síðan eitt hádegið að borða á Indican í Vesturbænum og heldur áfram að dásama matinn. Ég segi við hann í léttu djóki fyrst honum finnst þetta svona gott ætti hann bara að vera meðeigandi með okkur. Hann horfði á mig og sagði: “Veistu hvað Valli þetta er ekkert svo gaalin hugmynd” næsta sem ég veit þá Palli farin frá því að vera “fan” yfir í að vera “meðeigandi” minn

Okkur síðan nýlega bauðst tækifæri á því að opna Indican í mathöllinni Borg29 í Borgartúni þar sem við ætlum að opna stað númer tvö næstkomandi föstudag.“

Páll Óskar er ekki þekktur fyrir að láta ekki til sín taka því ætlar hann að standa fyrstu vaktina í hádeginu í Borg29 á föstudaginn frá 11:30 – 13:30.

Auglýsingapláss

Valli vill samt meina að Palli fái engan afslátt enda verður hann bara á klukkunni. Engin selfies með viðskiptavinum fyrr en eftir vakt. Segir Valli léttur í lund.

Páll Óskar opnar veitingastað - Indican - Borg29 í Borgartúni

Það fær enginn viðskiptavinur selfie með Páli Óskari fyrr en eftir vakt.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið