Smári Valtýr Sæbjörnsson
Óverðmerktar vörur í bakaríum
Neytendastofa gerði könnun dagana 18. – 23. september sl. á ástandi verðmerkinga í 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum. Hjá 16 bakaríum (32%) var verðmerkingum ábótavant og voru kælar sérstaklega illa verðmerktir, að því er fram kemur á heimasíðu Neytendastofu.
Stofnunin gerði athugasemdir við:
- Bakarameistarann Austurveri, Smáratorgi, Suðurveri, Glæsibæ og Húsgagnahöllinni
- Okkar bakarí Iðnbúð
- Fjarðarbakarí Búðakór og Borgarholtsbraut
- Kornið Langarima, Lækjargötu og Hjallabrekku
- Hús Bakarans Drafnarfelli
- Bæjarbakarí Bæjarhrauni
- Kökuhornið Bæjarlind
- Björnsbakarí Austurströnd
- Hverafold bakarí
Augljóst er að verðmerkingar í bakaríum eru langt frá því að vera viðunandi og þurfa fyrirtækin að fara vel yfir verðmerkingar og verklag í bakaríum sínum og bregðast fljótt við tilmælum Neytendastofu til að forðast sektir.
Neytendastofa hvetur neytendur til að halda áfram að senda inn ábendingar í gegnum heimasíðu Neytendastofu.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Frétt1 dagur síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Bartenders’ Choice Awards 2025: Ísland með glæsilega fulltrúa á verðlaunalistanum