Markaðurinn
Ostóber – tími til að njóta osta
Í október, eða Ostóber eins og við kjósum að kalla mánuðinn, fögnum við gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta og hvetjum landsmenn til að taka þátt í gleðinni. Mjólkursamsalan framleiðir úrval osta sem landsmenn þekkja vel en sumir ostanna eru minna þekktir og færri hafa smakkað. Í Ostóber viljum við hvetja fólk til að borða sína uppáhalds osta, smakka nýja og prófa spennandi uppskriftir þar sem íslenskir ostar koma við sögu.
Við höldum Ostóber hátíðlegan með því að færa Íslendingum nýjar og spennandi uppskriftir á Facebook síðum Dalaosta, Óðalsosta og Gott í matinn allan októbermánuð. Sérstakar ostakynningar verða í völdum verslunum, Bónus verslanirnar verða með Óðals-Ostóber daga, við kynnum nýjan og endurbættan ferskan Mozzarella og þá mun Dominos bjóða upp á sérstaka fjögurra osta Ostóberpizzu með rifnum Mozzarella, piparosti, Óðals Cheddar og Óðals Havarti krydd.
Taktu þátt í Ostóber því nú er svo sannarlega tími til að njóta osta!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast