Markaðurinn
Ostóber – tími til að njóta osta
Í október, eða Ostóber eins og við kjósum að kalla mánuðinn, fögnum við gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta og hvetjum landsmenn til að taka þátt í gleðinni. Mjólkursamsalan framleiðir úrval osta sem landsmenn þekkja vel en sumir ostanna eru minna þekktir og færri hafa smakkað. Í Ostóber viljum við hvetja fólk til að borða sína uppáhalds osta, smakka nýja og prófa spennandi uppskriftir þar sem íslenskir ostar koma við sögu.
Við höldum Ostóber hátíðlegan með því að færa Íslendingum nýjar og spennandi uppskriftir á Facebook síðum Dalaosta, Óðalsosta og Gott í matinn allan októbermánuð. Sérstakar ostakynningar verða í völdum verslunum, Bónus verslanirnar verða með Óðals-Ostóber daga, við kynnum nýjan og endurbættan ferskan Mozzarella og þá mun Dominos bjóða upp á sérstaka fjögurra osta Ostóberpizzu með rifnum Mozzarella, piparosti, Óðals Cheddar og Óðals Havarti krydd.
Taktu þátt í Ostóber því nú er svo sannarlega tími til að njóta osta!

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum