Markaðurinn
Ostakörfur frá MS – gómsætar jólagjafir fyrir starfsmenn, viðskiptavini og fjölskyldur
Ostakörfur frá MS eru sannkallaðar sælkeragjafir sem henta einstaklega vel þegar gleðja á starfsmenn, viðskiptavini, fjölskyldu eða vini. Ostakörfurnar hafa lengi verið vinsælar í tækifæris- og jólagjafir enda er falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti einstaklega gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna eða yfir hátíðarnar.
MS býður líkt og undanfarin ár upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum. Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki, t.d. Camembert og Kastali og þeim fjölgar eftir því sem körfurnar stækka.
Stærri og veglegri körfurnar innihalda enn fremur aðra bragðgóða osta eins og Auði, Gullost og Óðals-Tind, ásamt kjöti og sælgæti og er óhætt að segja að þær hafi verið mjög vinsælar hjá íslenskum fyrirtækjum síðustu ár.
Líkt og undanfarin ár höfum við opnað sérstakan jólakörfuvef hér á ms.is þar sem áhugasamir geta pantað ostakörfur fyrir sig, starfsmenn, ættingja eða vini og þá eru sölumenn MS boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini sína við val á körfum. Hér fyrir neðan gefur að líta úrvalið sem viðskiptavinum MS stendur til boða fyrir jól.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni7 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar7 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






