Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Ostabúðin hverfur að mestu úr starfsemi Vínskólans vegna vinsældar á veitingastað Ostabúðarinnar

Birting:

þann

Búrið ljúfmetisverslun

Góð aðstaða er fyrir ýmiskonar námskeiðahald á efri hæð Búrsins

Eftir 10 ára farsælt samstarf, hverfur Ostabúðin að mestu úr starfsemi Vínskólans. Ástæðan er einföld: í vor stækkaði Ostabúðin veitingastaðinn á Skólavörðustígnum með því að opna í götuhæð veitingasal sem opinn er til kl. 21:00, svo og búðin.

Vinsældir á veitingastað Ostabúðarinnar hafa verið slíkar að ógerlegt er að hafa námskeiðin áfram eins og hefur verið þessi 10 ár.

Matthías Jóhannesson

Matthías Jóhannesson.
Mynd: aðsend.

Jóhann Jónsson matreiðslumaður og eigandi beggja staða mun samt koma að námskeiðum Vínskólans eftir bestu getu, aðallega fyrir námskeiðin sem sérhópar panta.

Vínskólinn mun færa sig yfir í aðra ostabúð, og Eirný í Búrinu, á Grandagarði 35, bauð Vínskólanum hjartanlega velkomin, enda sjálf með fínasta aðstöðu fyrir námskeið á efri hæð Búrsins. Matthías Jóhannesson, sælkerakokkur af frönskum uppruna, þekktur og virtur um allt land, mun sjá um matreiðsluna á námskeiðum Vínskólans.

 

Mynd: af facebooksíðu Búrsins.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið