Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ostabúðin hverfur að mestu úr starfsemi Vínskólans vegna vinsældar á veitingastað Ostabúðarinnar
Eftir 10 ára farsælt samstarf, hverfur Ostabúðin að mestu úr starfsemi Vínskólans. Ástæðan er einföld: í vor stækkaði Ostabúðin veitingastaðinn á Skólavörðustígnum með því að opna í götuhæð veitingasal sem opinn er til kl. 21:00, svo og búðin.
Vinsældir á veitingastað Ostabúðarinnar hafa verið slíkar að ógerlegt er að hafa námskeiðin áfram eins og hefur verið þessi 10 ár.
Jóhann Jónsson matreiðslumaður og eigandi beggja staða mun samt koma að námskeiðum Vínskólans eftir bestu getu, aðallega fyrir námskeiðin sem sérhópar panta.
Vínskólinn mun færa sig yfir í aðra ostabúð, og Eirný í Búrinu, á Grandagarði 35, bauð Vínskólanum hjartanlega velkomin, enda sjálf með fínasta aðstöðu fyrir námskeið á efri hæð Búrsins. Matthías Jóhannesson, sælkerakokkur af frönskum uppruna, þekktur og virtur um allt land, mun sjá um matreiðsluna á námskeiðum Vínskólans.
Mynd: af facebooksíðu Búrsins.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







