Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ostabúðin hverfur að mestu úr starfsemi Vínskólans vegna vinsældar á veitingastað Ostabúðarinnar
Eftir 10 ára farsælt samstarf, hverfur Ostabúðin að mestu úr starfsemi Vínskólans. Ástæðan er einföld: í vor stækkaði Ostabúðin veitingastaðinn á Skólavörðustígnum með því að opna í götuhæð veitingasal sem opinn er til kl. 21:00, svo og búðin.
Vinsældir á veitingastað Ostabúðarinnar hafa verið slíkar að ógerlegt er að hafa námskeiðin áfram eins og hefur verið þessi 10 ár.
Jóhann Jónsson matreiðslumaður og eigandi beggja staða mun samt koma að námskeiðum Vínskólans eftir bestu getu, aðallega fyrir námskeiðin sem sérhópar panta.
Vínskólinn mun færa sig yfir í aðra ostabúð, og Eirný í Búrinu, á Grandagarði 35, bauð Vínskólanum hjartanlega velkomin, enda sjálf með fínasta aðstöðu fyrir námskeið á efri hæð Búrsins. Matthías Jóhannesson, sælkerakokkur af frönskum uppruna, þekktur og virtur um allt land, mun sjá um matreiðsluna á námskeiðum Vínskólans.
Mynd: af facebooksíðu Búrsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt