Vertu memm

Frétt

Óskar Hafnfjörð kjörinn formaður MATVÍS

Birting:

þann

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson hefur verið kjörinn formaður Matvís. Hann hlaut 203 atkvæði. Þrjú voru í framboði til formanns Matvís. Á kjörskrá voru 1774 og greiddu 392 atkvæði.

Atkvæðagreiðslan var rafræn, hún hófst í hádegi mánudaginn 12. mars s.l. og lauk klukkan 12.00 í dag.

Féllu atkvæði þannig: Ágúst Már Garðarsson hlaut 167 atkvæði, Guðrún Elva Hjörleifsdóttir hlaut 20 atkvæði og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson hlaut 203 atkvæði og voru 2 sem tóku ekki afstöðu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Matvís.

Matvís - Niðurstaða formannskjörs 2018

Óskar Hafnfjörð tekur við formennsku af Níels Sigurði Olgeirssyni. Níels var kosinn formaður Félags matreiðslumanna 1989 og svo formaður MATVÍS frá stofnun 1996.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið