Frétt
Óskar Hafnfjörð kjörinn formaður MATVÍS
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson hefur verið kjörinn formaður Matvís. Hann hlaut 203 atkvæði. Þrjú voru í framboði til formanns Matvís. Á kjörskrá voru 1774 og greiddu 392 atkvæði.
Atkvæðagreiðslan var rafræn, hún hófst í hádegi mánudaginn 12. mars s.l. og lauk klukkan 12.00 í dag.
Féllu atkvæði þannig: Ágúst Már Garðarsson hlaut 167 atkvæði, Guðrún Elva Hjörleifsdóttir hlaut 20 atkvæði og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson hlaut 203 atkvæði og voru 2 sem tóku ekki afstöðu.
Þetta kemur fram á vefsíðu Matvís.
Óskar Hafnfjörð tekur við formennsku af Níels Sigurði Olgeirssyni. Níels var kosinn formaður Félags matreiðslumanna 1989 og svo formaður MATVÍS frá stofnun 1996.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi