Vertu memm

Uncategorized @is

Omnom margfaldar framleiðslu sína

Birting:

þann

Omnom Chocolate

Bylting verður í rekstri súkkulaðifyrirtækisins Omnom á næstunni þegar fyrirtækið flytur á Grandann.

Við erum búnir að vera að skipuleggja þetta mjög lengi, en það er verið að standsetja húsið núna. Við reiknum með að það verði búið svona í mars, apríl. Þá ætti þetta allt að vera komið og við ættum að geta flutt yfir,

segir Karl Viggó Vigfússon, einn eigenda súkkulaðifyrirtækisins Omnom, en fyrirtækið flytur sig í nýtt og mun stærra húsnæði í vor.

Omnom

Omnom hefur framleitt súkkulaði sitt í húsi við Austurströnd á Seltjarnarnesi sem eitt sinn hýsti bensínstöð.
Mynd: skjáskot af google korti

Nýja verksmiðjan verður staðsett á Hólmaslóð úti á Granda og þar verður jafnframt verslun með vörum Omnom, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins vb.is.

Þar sem við erum núna er bara sprungið. Við erum búin að vera að pína okkur í smá tíma,

segir Karl Viggó í samtali við Viðskiptablaðið. Reiknað er með að nýja verksmiðjan geti framleitt fimm- eða sexfalt meira súkkulaði en sú gamla.

Þetta fer náttúrulega svolítið eftir því hversu hratt það gerist og hvað við erum duglegir að stækka tækin og tólin sem við þurfum.

segir hann, en nánar umfjöllun er hægt að nálgast í blaði Viðskiptablaðsins.

Omnom Chocolate

 

Myndir: af facebook síðu Omnom Chocolate.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið