Uncategorized @is
Omnom margfaldar framleiðslu sína
Bylting verður í rekstri súkkulaðifyrirtækisins Omnom á næstunni þegar fyrirtækið flytur á Grandann.
Við erum búnir að vera að skipuleggja þetta mjög lengi, en það er verið að standsetja húsið núna. Við reiknum með að það verði búið svona í mars, apríl. Þá ætti þetta allt að vera komið og við ættum að geta flutt yfir,
segir Karl Viggó Vigfússon, einn eigenda súkkulaðifyrirtækisins Omnom, en fyrirtækið flytur sig í nýtt og mun stærra húsnæði í vor.
Nýja verksmiðjan verður staðsett á Hólmaslóð úti á Granda og þar verður jafnframt verslun með vörum Omnom, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins vb.is.
Þar sem við erum núna er bara sprungið. Við erum búin að vera að pína okkur í smá tíma,
segir Karl Viggó í samtali við Viðskiptablaðið. Reiknað er með að nýja verksmiðjan geti framleitt fimm- eða sexfalt meira súkkulaði en sú gamla.
Þetta fer náttúrulega svolítið eftir því hversu hratt það gerist og hvað við erum duglegir að stækka tækin og tólin sem við þurfum.
segir hann, en nánar umfjöllun er hægt að nálgast í blaði Viðskiptablaðsins.
Myndir: af facebook síðu Omnom Chocolate.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana