Uncategorized @is
Omnom margfaldar framleiðslu sína
Bylting verður í rekstri súkkulaðifyrirtækisins Omnom á næstunni þegar fyrirtækið flytur á Grandann.
Við erum búnir að vera að skipuleggja þetta mjög lengi, en það er verið að standsetja húsið núna. Við reiknum með að það verði búið svona í mars, apríl. Þá ætti þetta allt að vera komið og við ættum að geta flutt yfir,
segir Karl Viggó Vigfússon, einn eigenda súkkulaðifyrirtækisins Omnom, en fyrirtækið flytur sig í nýtt og mun stærra húsnæði í vor.

Omnom hefur framleitt súkkulaði sitt í húsi við Austurströnd á Seltjarnarnesi sem eitt sinn hýsti bensínstöð.
Mynd: skjáskot af google korti
Nýja verksmiðjan verður staðsett á Hólmaslóð úti á Granda og þar verður jafnframt verslun með vörum Omnom, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins vb.is.
Þar sem við erum núna er bara sprungið. Við erum búin að vera að pína okkur í smá tíma,
segir Karl Viggó í samtali við Viðskiptablaðið. Reiknað er með að nýja verksmiðjan geti framleitt fimm- eða sexfalt meira súkkulaði en sú gamla.
Þetta fer náttúrulega svolítið eftir því hversu hratt það gerist og hvað við erum duglegir að stækka tækin og tólin sem við þurfum.
segir hann, en nánar umfjöllun er hægt að nálgast í blaði Viðskiptablaðsins.
Myndir: af facebook síðu Omnom Chocolate.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars