Uncategorized @is
Omnom margfaldar framleiðslu sína
Bylting verður í rekstri súkkulaðifyrirtækisins Omnom á næstunni þegar fyrirtækið flytur á Grandann.
Við erum búnir að vera að skipuleggja þetta mjög lengi, en það er verið að standsetja húsið núna. Við reiknum með að það verði búið svona í mars, apríl. Þá ætti þetta allt að vera komið og við ættum að geta flutt yfir,
segir Karl Viggó Vigfússon, einn eigenda súkkulaðifyrirtækisins Omnom, en fyrirtækið flytur sig í nýtt og mun stærra húsnæði í vor.

Omnom hefur framleitt súkkulaði sitt í húsi við Austurströnd á Seltjarnarnesi sem eitt sinn hýsti bensínstöð.
Mynd: skjáskot af google korti
Nýja verksmiðjan verður staðsett á Hólmaslóð úti á Granda og þar verður jafnframt verslun með vörum Omnom, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins vb.is.
Þar sem við erum núna er bara sprungið. Við erum búin að vera að pína okkur í smá tíma,
segir Karl Viggó í samtali við Viðskiptablaðið. Reiknað er með að nýja verksmiðjan geti framleitt fimm- eða sexfalt meira súkkulaði en sú gamla.
Þetta fer náttúrulega svolítið eftir því hversu hratt það gerist og hvað við erum duglegir að stækka tækin og tólin sem við þurfum.
segir hann, en nánar umfjöllun er hægt að nálgast í blaði Viðskiptablaðsins.
Myndir: af facebook síðu Omnom Chocolate.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?