Frétt
Ómerkt mjólk í kökuskreytingarefni
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk við neyslu á silfurkúlum frá Dr. Oetker. Varan inniheldur mjólk sem ekki er getið um á umbúðum. Kaupfélag Skagfirðingar hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra.
Innköllun á við allar lotur og allar best fyrir dagsetningar:
- Vörumerki: Dr.Oetker
- Vöruheiti: Chocolate Silver Pearls
- Strikamerki: 5701073061060
- Best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar.
- Eftirfylgnisnúmer: 401775 EC VALIDATED
- Framleiðandi: Dr.Oetker
- Innflutingsaðili á Íslandi: Kaupfélag Skagfirðinga.
- Dreifing: Skagfirðingabúð
Tilkynning um innköllun barst Matvælastofnun frá Danmörku í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli á markaði. Varan er ekki skaðleg þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk.
Hægt er að skila vörunni í Skagfirðingabúð eða senda hana til Kaupfélags Skagfirðinga, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki. Nánari upplýsingar veitir Skagfirðingabúð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi