Frétt
Ómerkt egg í fullelduðum kjúklingabringum
Matvælastofnun varar neytendur með eggjaofnæmi við neyslu á tilteknum Sous vide kjúklingabringum frá Stjörnufugli. Varan inniheldur egg án þess að það komi fram á merkingum. Fyrirtækið innkallar allar lotur með best fyrir dagsetningum fyrir 15.11.20, í samráði við Matvælastofnun.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:
Vöruheiti: Stjörnufugl Sous vide kjúklingabringur, Hvítlaukspipar Parmesan
Strikamerki: 2328801005023
Best fyrir dagsetningar: Allar fyrir 15.11.20
Framleiðandi: Stjörnufugl, Saltvík, 162 Reykjavík
Dreifing: Verslanir Krónunnar og verslanir Samkaupa (Nettó og Kjörbúðin)
Viðskiptavinir Krónunnar og Samkaupa sem keypt hafa vöruna og hafa ofnæmi eða óþol fyrir eggjum er bent á að neyta hennar ekki og skila í verslunina þar sem hún var keypt.
Mynd: aðsend / Matvælastofnun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó