Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ölverk Pizza & Brugghús opnar í Hveragerði | Fyrsta brugghúsið í Evrópu sem notast við jarðgufu við framleiðslu bjórs
Ölverk Pizza & Brugghús opnar núna í maí í hjarta Hveragerðis en veitingastaðurinn er staðsettur við Breiðumörk 2 og hinu megin við hornið í sama húsi og Ölverk, er að finna Álnavörubúðina sem að svo margir kannast við. Ölverk mun sérhæfa sig í eldbökuðum pizzum og sérbrugguðum bjór.
Pizzurnar verða bakaðar í sérstökum ítölskum eldofni og matseðillinn verður stuttur og laggóður og breytilegur eftir árstíðum.
Það verður um mitt sumar sem að sérbruggaðir bjórar byrja að renna úr krönum Ölverks. Þangað til verður boðið upp á sérvalinn bjór í hæsta gæðaflokki frá íslenskum og erlendum brugghúsum.
Þau eru fjögur sem koma að Ölverki Pizza & Brugghús, en þau eru Elvar Þrastarson, Laufey Sif Lárusdóttir, Magnús Már Kristinsson og Ragnar Karl Gústafsson.
„Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á öllu sem við kemur matgerð og hefur það verið draumurinn að opna veitingastað líkt og Ölverk. Eldbakaðar pizzur og sérbruggaður bjór – samsetning sem getur hreinlega ekki klikkað“
, segir Elvar Þrastarson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort langþráður draumur er að rætast.
Á staðnum eru 90 sæti í heildina en staðurinn verður tvískiptur. Fremri hluti staðarins rúmar um 45 manns og er annar eins sætafjöldi í salnum í aftari hluta veitingarstaðarins. Í þeim sal hafa eigendur hugsað sér þannig að mögulegt verði að taka á móti stærri hópum og með haustinu verður boðið upp á sérstakt bjórnámskeið.
Opið verður alla daga vikunnar frá kl 11:30 til 23:00. Matseðillinn verður eins og áður segir stuttur og laggóður og breytilegur eftir árstíðum þar sem boðið verður upp á salöt og létta smárétti og sérstakt bjórsnakk. Bjórsnakkið verður nokkuð klassískt og alþjóðlegt til að byrja með; þýskar pretzel, suður amerískar empanadas, nachos og fleira. Um miðjan júní þegar brugghúsið er komið á fulla keyrslu verður farið í meiri pælingar varðandi paranir á sérlagaðabjór og mat.
„Við munum framleiða alla þá stíla og ekki stíla sem okkur dettur í hug, engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera með vatn, humla og ger. Eitthvað fyrir alla.“
, sagði Elvar um brugghúsið og framleiðsluna og bætir við:
„Það verða samtals átta kranar á barnum og verða sex þeirra tengdir beint innan úr brugghúsinu og fram í bjórkranana. Það eru nú þegar nokkrar hugmyndir af bjórum farnar að gerjast í hausnum. Svo er bara að prufa þær í búnaðinum þegar hann mætir á svæðið núna í lok maí. Munum við nýta jarðgufuna, sem liggur hér undir Hveragerði, við framleiðslu á bjórnum sem frekar einstakt. Þetta verður fyrsta brugghúsið í Evrópu sem notast við þessa framleiðslutækni.“
, sagði Elvar að lokum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025