Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Olsen Olsen í Reykjanesbæ flytur
Það gengur bara ágætlega hjá okkur en auðvitað hafa verið sviptingar eins og gengur. Við erum ánægð með að vera komin á þennan stað, aðstaða starfsfólks er miklu betri og þá eru helmingi fleiri sæti en á gamla staðnum
, sagði Gunnar Friðriksson matreiðslumeistari í samtali við Víkurfréttir en hann á og rekur veitingastaðinn Olsen Olsen með Bergljótu Grímsdóttur, konu sinni. Olsen Olsen býður upp á hamborgara, lamba-, og nautasteik, djúpsteikta ýsu í orly, Olsen brauð með allskyns fyllingum svo fátt eitt sé nefnt.
Gunnar er ekki ókunnur á þessum gamla verslunarstað við Hafnargötu 62 en þar hefur verið starfrækt verslun eða þjónusta óslitið í tæpa sjö áratugi. Ekkert annað hús á lengri sögu í verslun og þjónustu í Reykjanesbæ. Eftir áratuga rekstur Kaupfélags Suðurnesja í plássinu opnaði Axel Jónsson veitingastaðinn Langbest árið 1986. Ári síðar keyptu Gunnar og Bergljót veitingastaðinn og ráku hann í áratug.

Olsen Olsen við Hafnargötu 62, þar sem veitingastaðurinn Langbest var áður til húsa, en Langbest lokaði fyrir stuttu og fluttu alla starfsemi Langbest á Ásbrú.
Ingólfur Karlsson og Helena Guðjónsdóttir tóku við keflinu á Langbest árið 1987 þar til þau lokuðu fyrir stuttu og fluttu alla starfsemi Langbest á Ásbrú. Gunnar starfaði á Langbest og þar á undan á veitingastaðnum Glóðinni í sama húsi. Síðustu árin hafa þau hjónin rekið Olsen Olsen við Hafnargötu 17. Gunnar segir að þegar honum hafi staðið til boða að færa staðinn hafi hann strax fundist það spennandi hugmynd og svo ákveðið að láta verða af því. Hann var sáttur við gang mála þegar VF leit við hjá honum í opnunarteiti á nýja staðnum.
Nánari umfjöllun og myndir frá opnun Olsen Olsen á vef Víkurfrétta hér.
Myndir: Smári

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu