Frétt
Ólögmæt notkun Stjörnugrís á þjóðfána Íslendinga á vöru sem framleitt er úr þýsku nautakjöti
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti.
Var það mat stofnunarinnar að þar sem íslenskar nautaafurðir mynduðu aðeins rétt rúmlega 20% af innihaldi Smass hamborgurum félagsins gæti hún ekki talist íslensk, þar sem innlutt hráefni væri einkennandi hluti hennar og það eðlislíkt búvöru sem er framleidd hér á landi.
Félaginu hafi því verið óheimilt að nota brot úr þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á umræddri vöru.
Framangreindu til viðbótar þótti stofnuninni notkun þjóðfánans með áberandi hætti á framhlið umbúðanna hafi falið í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna vörunnar, enda neytendur réttilega mátt ganga út frá því að um íslenska vöru væri að ræða við athugun á framhlið umbúðanna.
Með hliðsjón af heildarmati á útliti umbúðanna komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að neytendum hafi verið veittar rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar í þeim tilgangi að hafa áhrif á á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti við félagið og viðskiptahættir þessir þ.a.l. óréttmætir.
Þar sem félagið hafði þegar límt þýska fánann yfir þann íslenska þótti stofnuninni ekki tilefni til að beita sektum í málinu.
Bannaði stofnunin Stjörnugrís að viðhafa umrædda viðskiptahætti.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana