Frétt
Ólöglegt varnarefni í brauðblöndu
Matvælastofnun varar við Atkins bread mix vegna þess að sesamfræ sem notuð eru í framleiðslu á brauðblöndunni innihalda varnarefnið ethylen oxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla.
Fif Food ehf. (Bætiefnabúllan), sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli á markaði og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Eingöngu eru innkallaðar eftirfarandi best fyrir dagsetningar:
Vörumerki: Atkins
Vöruheiti: Bread mix
Framleiðandi: Simply Good Foods International B.V.,Dr. van Wiechenweg 2, 8025 Zwolle, Hollandi
Innflytjandi: Fit Food ehf, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfirði
Best fyrir dagsetningar: 17-10-2021 og 23-11-2021
Dreifing: Samkaup og Bætiefnabúllan
Viðskiptavinir eru vinsamlega beðnir um að skila vörunni til Fit Food ehf. /Bætiefnabúllan, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfirði.
Mynd: aðsend
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






