Frétt
Ólöglegt varnarefni í brauðblöndu
Matvælastofnun varar við Atkins bread mix vegna þess að sesamfræ sem notuð eru í framleiðslu á brauðblöndunni innihalda varnarefnið ethylen oxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla.
Fif Food ehf. (Bætiefnabúllan), sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli á markaði og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Eingöngu eru innkallaðar eftirfarandi best fyrir dagsetningar:
Vörumerki: Atkins
Vöruheiti: Bread mix
Framleiðandi: Simply Good Foods International B.V.,Dr. van Wiechenweg 2, 8025 Zwolle, Hollandi
Innflytjandi: Fit Food ehf, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfirði
Best fyrir dagsetningar: 17-10-2021 og 23-11-2021
Dreifing: Samkaup og Bætiefnabúllan
Viðskiptavinir eru vinsamlega beðnir um að skila vörunni til Fit Food ehf. /Bætiefnabúllan, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfirði.
Mynd: aðsend
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum