Frétt
Ólöglegt varnarefni í brauðblöndu
Matvælastofnun varar við Atkins bread mix vegna þess að sesamfræ sem notuð eru í framleiðslu á brauðblöndunni innihalda varnarefnið ethylen oxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla.
Fif Food ehf. (Bætiefnabúllan), sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli á markaði og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Eingöngu eru innkallaðar eftirfarandi best fyrir dagsetningar:
Vörumerki: Atkins
Vöruheiti: Bread mix
Framleiðandi: Simply Good Foods International B.V.,Dr. van Wiechenweg 2, 8025 Zwolle, Hollandi
Innflytjandi: Fit Food ehf, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfirði
Best fyrir dagsetningar: 17-10-2021 og 23-11-2021
Dreifing: Samkaup og Bætiefnabúllan
Viðskiptavinir eru vinsamlega beðnir um að skila vörunni til Fit Food ehf. /Bætiefnabúllan, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfirði.
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd