Uncategorized
Ölgerðin með nýja heimasíðu
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur opnað nýja heimasíðu, sem er hin glæsilegasta og greinilega lagt mikil vinna í hana.
Kíkið á heimasíðuna: Egils.is
Hér að neðan er smá fróðleikur um Ölgerðina
Um Ölgerðina
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er sölu- og markaðsfyrirtæki á sviði drykkjarvara. Fyrirtækið framleiðir, flytur inn, markaðssetur og dreifir úrvali drykkja sem uppfylla ólíkar þarfir viðskiptavina. Ölgerðin var stofnuð 17. apríl 1913 og hefur lengst af verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki. Árið 2002 keypti Danól, eitt elsta og virtasta fyrirtæki landsins, Ölgerðina. Danól sameinaði Ölgerðina öðru fyrirtæki sínu, Lind. Lind var stofnað árið 1993, og varð á einungis níu árum stærsta fyrirtæki landsins í áfengisinnflutningi. Við sameininguna jókst fjölbreytni í starfsemi Ölgerðarinnar verulega.
Sölu- og markaðsfyrirtæki
Ölgerðin er starfrækt sem öflugt sölu- og markaðsfyrirtæki sem býður heildarlausnir á drykkjarvörumarkaði og setur neytandann í öndvegi. Í dag selur Ölgerðin gosdrykki, bjór, léttvín, sterkt vín og vatn og hefur það ávallt að markmiði að vera í fararbroddi á markaði fyrir drykkjarvörur.
Mannauður
Stjórnendur Ölgerðarinnar líta svo á að starfsmenn séu lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Hjá Ölgerðinni starfa um 150 manns með víðtæka þekkingu, menntun og reynslu. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að dreifa ábyrgðinni meðal starfsmanna í því skyni að tryggja hraða og sveigjanleika í rekstrinum.
Öflug vöruþróun
Ölgerðin er með 5-600 vörunúmer, bæði eigin framleiðslu og innfluttar vörur. Neytendur verða hins vegar sífellt kröfuharðari um gæði og nýjar vörur. Leggur Ölgerðin því áherslu á öfluga vöruþróun sem endurspeglast í fjölda nýrra vara sem fyrirtækið hefur sett á markað á undanförnum misserum. Má þar nefna Kristal Plús, Kristal Sport, Egils Cider og Egils Lite bjór sem unnið hefur til verðlauna í keppnum erlendis.
Jákvæð ímynd
Styrkur Ölgerðarinnar er fólginn í sögunni og þeirri framsækni sem einkennt hefur reksturinn en ekki síður í þeirri jákvæðu ímynd sem fyrirtækið hefur. Ölgerðin hlaut nafnbótina Markaðsfyrirtæki ársins 2002 frá ÍMARK, samtökum markaðsfólks. Viðskiptavinir Ölgerðarinnar voru ánægðastir viðskiptavina þeirra 25 fyrirtækja sem vegin voru í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2005 og var það fjórða árið í röð sem Ölgerðin hlaut þá viðurkenningu.
Texti frá Egils.is
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi