Viðtöl, örfréttir & frumraun
OktóberFest hefst í dag í stærstu Mathöll Íslands – Nýr veitingastaður bætist við í veitingaflóruna
Í dag hefst OktóberFest hjá Mathöll Höfða og stendur hátíðin yfir dagana 23. – 25. september, þar sem boðið verður upp á hressa októberfest stemmingu og tilboð á líters bjór alla dagana.
Dagskrá:
Fimmtudagur: hljómsveitin Plan B mun spila frá kl. 18-20.
Föstudagur: Rikki G mun halda uppi stuðinu frá kl. 17.30-19.30
Happy hour frá kl. 15-18
Sérstök verðlaun fyrir þá sem mæta í búning!
Hópapantanir á [email protected]
Stærsta Mathöllin á Íslandi
![Dragon Dim Sum](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2021/09/dragon-dim-sum-1024x784.jpg)
Dragon Dim Sum er samstarfsverkefni veitingastaðanna Mat Bar á Hverfisgötu og Makake á Granda, en staðurinn hefur notið mikilla vinsælda á kínverskum hveitibollunum eða svokölluðum „dumplings“.
Mynd: facebook / Dragon Dim Sum
Ná á dögunum bættist 10. staðurinn við hjá Mathöll Höfða, Dragon Dim Sum. Veitingastaðurinn býður upp á austurlenska dumplings sem hefur heldur betur slegið í gegn.
„Við erum afar stolt af því að geta sagt að Mathöll Höfða sé nú orðin stærsta Mathöllin á Íslandi, með fjölbreytt úrval þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Veitingastaðirnir í Mathöllinni eru; Culiacan, Dragon Dim Sum, Flatbakan, Gastro truck, Hipstur, Indican, Pastagerðin, Svangi Mangi og Sætir snúðar.“
Að því er fram kemur í tilkynningunni frá Mathöll Höfða.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita