Markaðurinn
ÓJ&K-Ísam – Götulokanir og skert dreifing vegna leiðtogafundar
Til götulokanna og aukinna öryggiskrafna verður gripið á svæðinu í kringum Hörpu og í Kvosinni vegna Leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn verður dagana 16. og 17. maí.
Ljóst er að áhrifin munu vera umtalstalsverð og ekki verður dreift á þessu svæði þriðjudaginn 16. maí og miðvikudaginn 17. maí.
Til að koma á móts við viðskiptavini verður afgreiðslutími eftirfarandi:
Mánudagur 15. maí: Dreift verður fram eftir kvöldi ef þurfa þykir.
Þriðjudagur 16. maí: Hægt verður að sækja pantanir til ÓJ&K-Ísam, Korputorg til kl. 17:00
Miðvikudagurinn 17. maí: Hægt er að sækja pantanir til ÓJ&K – Ísam, Korputorg til klukkan 17:00.
Fimmtudagur 18. maí: Dreift verður milli 11:00-15:00 (Athugið að þetta er uppstigningardagur) og þeir sem vilja fá afhendingu þennan dag þurfa að hafa samband við sölumann og klára pöntun fyrir miðnætti kvöldinu áður.
Allar nánari upplýsingar má fá á Þjónustuborði ÓJ&K- Ísam í síma: 535-4000 en einnig eru greinagóðar upplýsingar og kort að finna á vef Stjórnarráðsins.
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi