Vertu memm

Frétt

Ófullnægjandi merkingar á vinsælum matvælum

Birting:

þann

Ófullnægjandi merkingar á vinsælum matvælum

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu um innköllun á þremur vörum frá ítalska framleiðandanum Monini SPA sem selt er í Krónunni. Innköllun er vegna þess að upplýsingar á umbúðum varanna eru ekki á því tungumáli sem reglugerð gerir kröfu um og þarfnast vörurnar því endurmerkingar.

Fyrirtækið hefur innkallað úr verslunum og mun endurmerkja vörur í samráði við heilbrigðiseftirlit Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF).

  • Vöruheiti: Pestó rautt með ólífuolíu
  • Vörumerki: Monini
  • Nettómagn: 190 gr
  • Framleiðandi: Monini SPA
  • Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14
  • Framleiðsluland: Ítalía
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 27.01.2028
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Dreifing: Krónan, Dalvegi 10-14

 

  • Vöruheiti: Vegan grænt pestó með ólífuolíu
  • Vörumerki: Monini
  • Nettómagn: 190gr
  • Framleiðandi: Monini SPA
  • Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14
  • Framleiðsluland: Ítalía
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 20.06.2027
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Dreifing: Krónan, Dalvegi 10-14

 

  • Vöruheiti: Ólífur Bella Di Cerignola
  • Vörumerki: Monini
  • Nettómagn: 150 gr
  • Framleiðandi: Monini SPA
  • Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14
  • Framleiðsluland: Ítalía
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 27.08.2026
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Dreifing: Krónan, Dalvegi 10-14

Viðskiptavinir geta skilað vörunni til verslunar gegn endurgreiðslu.

Mynd: mast.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið