Uppskriftir
Ofnsteiktur kjúklingur, fylltur rótargrænmeti. Gljáður með lime, hunangi og sesamfræjum
Hráefni:
1 stk stór kjúklingur
3 stk gulrætur
1 stk sellerírót
½ búnt sellerystönglar
5 stk hvítlauksgeirar
2 stk fennika
1 stk laukur
½ búnt tímijan
3 msk smjör
2 msk sherry edik
4 msk hunang
5 msk limesafi
3 msk svart sesam
2 msk koríanderfræ, mulin
3 msk smjör
Aðferð
Afhýðið gulræturnar og selleryrótina og skerið í litla teninga ásamt sellerystönglunum, hvítlauknum, fennikinu og lauknum. Svitið allt grænmetið í smjöri ásamt tímían.
Bætið edikinu á pönnuna og kryddið til með salt og pipar. Fyllið kjúklinginn með grænmetisblöndunni.
Velgið á hunanginu og hrærið saman við, stofuheitt smjörið, blandið saman við limesafann, sesamfræin og korianderfræin. Penslið gljáanum á kjúklinginn og kryddið með salt og hvítum pipar.
Setjið á ofngrind með bakka undir og eldið við 120°c þar til kjarnhiti nær 70°c í ca 2 tíma.
Penslið gljáanum reglulega á kjúklinginn meðan eldun stendur.
Berið fram með fersku salati.
Höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss