Vertu memm

Uppskriftir

Ofnsteiktur kjúklingur, fylltur rótargrænmeti. Gljáður með lime, hunangi og sesamfræjum

Birting:

þann

Eyþór Rúnarsson

Eyþór Rúnarsson

Hráefni:
1 stk stór kjúklingur
3 stk gulrætur
1 stk sellerírót
½ búnt sellerystönglar
5 stk hvítlauksgeirar
2 stk fennika
1 stk laukur
½ búnt tímijan
3 msk smjör
2 msk sherry edik
4 msk hunang
5 msk limesafi
3 msk svart sesam
2 msk koríanderfræ, mulin
3 msk smjör

Aðferð
Afhýðið gulræturnar og selleryrótina og skerið í litla teninga ásamt sellerystönglunum, hvítlauknum, fennikinu og lauknum. Svitið allt grænmetið í smjöri ásamt tímían.

Bætið edikinu á pönnuna og kryddið til með salt og pipar. Fyllið kjúklinginn með grænmetisblöndunni.

Velgið á hunanginu og hrærið saman við, stofuheitt smjörið, blandið saman við limesafann, sesamfræin og korianderfræin. Penslið gljáanum á kjúklinginn og kryddið með salt og hvítum pipar.

Setjið á ofngrind með bakka undir og eldið við 120°c þar til kjarnhiti nær 70°c í ca 2 tíma.

Penslið gljáanum reglulega á kjúklinginn meðan eldun stendur.

Berið fram með fersku salati.

Höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið