Uppskriftir
Ofnsteiktur kjúklingur, fylltur rótargrænmeti. Gljáður með lime, hunangi og sesamfræjum
Hráefni:
1 stk stór kjúklingur
3 stk gulrætur
1 stk sellerírót
½ búnt sellerystönglar
5 stk hvítlauksgeirar
2 stk fennika
1 stk laukur
½ búnt tímijan
3 msk smjör
2 msk sherry edik
4 msk hunang
5 msk limesafi
3 msk svart sesam
2 msk koríanderfræ, mulin
3 msk smjör
Aðferð
Afhýðið gulræturnar og selleryrótina og skerið í litla teninga ásamt sellerystönglunum, hvítlauknum, fennikinu og lauknum. Svitið allt grænmetið í smjöri ásamt tímían.
Bætið edikinu á pönnuna og kryddið til með salt og pipar. Fyllið kjúklinginn með grænmetisblöndunni.
Velgið á hunanginu og hrærið saman við, stofuheitt smjörið, blandið saman við limesafann, sesamfræin og korianderfræin. Penslið gljáanum á kjúklinginn og kryddið með salt og hvítum pipar.
Setjið á ofngrind með bakka undir og eldið við 120°c þar til kjarnhiti nær 70°c í ca 2 tíma.
Penslið gljáanum reglulega á kjúklinginn meðan eldun stendur.
Berið fram með fersku salati.
Höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins