Uppskriftir
Ofnsteiktur kjúklingur, fylltur rótargrænmeti. Gljáður með lime, hunangi og sesamfræjum
Hráefni:
1 stk stór kjúklingur
3 stk gulrætur
1 stk sellerírót
½ búnt sellerystönglar
5 stk hvítlauksgeirar
2 stk fennika
1 stk laukur
½ búnt tímijan
3 msk smjör
2 msk sherry edik
4 msk hunang
5 msk limesafi
3 msk svart sesam
2 msk koríanderfræ, mulin
3 msk smjör
Aðferð
Afhýðið gulræturnar og selleryrótina og skerið í litla teninga ásamt sellerystönglunum, hvítlauknum, fennikinu og lauknum. Svitið allt grænmetið í smjöri ásamt tímían.
Bætið edikinu á pönnuna og kryddið til með salt og pipar. Fyllið kjúklinginn með grænmetisblöndunni.
Velgið á hunanginu og hrærið saman við, stofuheitt smjörið, blandið saman við limesafann, sesamfræin og korianderfræin. Penslið gljáanum á kjúklinginn og kryddið með salt og hvítum pipar.
Setjið á ofngrind með bakka undir og eldið við 120°c þar til kjarnhiti nær 70°c í ca 2 tíma.
Penslið gljáanum reglulega á kjúklinginn meðan eldun stendur.
Berið fram með fersku salati.
Höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana