Viðburðir/framundan
Öflugir kvenleiðtogar í forystuhlutverki á Matey hátíðinni
Eingöngu öflugir kvenleiðtogar í matreiðslu eru í forystuhlutverki sem gestakokkar á sælkerahátíðinni Matey.
Hátíðin verður haldin í þriðja skipti í Vestmannaeyjum dagana 5. – 7. september 2024.
Gestakokkarnir koma víða að:
Adriana Solis Cavita – kemur frá Mexíkó og verður á veitingastaðnum GOTT.
Rosie May Maguire – kemur frá Bretlandi og verður á veitingastaðnum Slippnum.
Renata Zalles – kemur frá Bólivíu og verður á veitingastaðnum Einsa kalda.
Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu í Vestmannaeyjum taka höndum saman og vekja athygli á menningararfleiðinni og fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum og bjóða upp margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni úr Eyjum.
Frábær matur úr staðbundnu hráefni úr Eyjum
Samhliða því að boðið verður upp á frábæran mat úr staðbundnu hráefni úr Eyjum á veitingastöðum bæjarins þá verður boðið upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni.
Fyrirtæki í sjávarútvegnum og tengdum greinum gefa gestum tækifæri að fá innsýn í starfsemina og kynnast hvernig bláa hagkerfið tengist saman þannig að til verður dýrindis matur á diskum gesta sjávarréttahátíðarinnar á hinum fjölskrúðugu fjölskyldureknu veitingastöðum Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjar eru einn aðal mataráfangastaður Íslands og þar eru nú fjöldi veitingastaða sem bjóða upp á staðbundna matargerð með staðbundnu hráefni.
Mataráfangastaðurinn Vestmannaeyjar voru tilnefndar til norrænu matarverðlaunanna Emblu 2021.
Á hátíðinni kynnist fólk menningunni og sögu matarins með nokkru af besta matreiðslufólki Norðurlandanna.
Á hátíðinni verða í boði fjölmargar útfærslur af fiski veiddum í kringum Eyjarnar og framleiddum hjá hinum öflugu fiskvinnslum í Eyjum og matvælaframleiðendum eins og t.d. Ísfélaginu, VSV, Grími kokki, Marhólmum og Iðunni Seafood.
Bjóða upp á margrétta matseðla
Veitingastaðirnir í Eyjum Gott, Slippurinn, Einsi kaldi munu bjóða upp á margrétta sérseðla ásamt nokkrum af bestu matreiðslumönnum í heimi sem taka þátt í hátíðinni sem gestakokkar. Á Næs, Tanganum, Kránni, Sælandi, Pítsugerðinni verða í boði sérréttir og Brothers Brewery bjóða upp á sérlagaðan bjór í tilefni hátíðarinnar.
Samsett mynd: facebook / Matey Seafood Festival
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast