Keppni
Oddný Ingólfsdóttir sigraði vínþjónakeppni
Nýlokið er vínþjónakeppni á vegum Vínþjónasamtaka Íslands þar sem valinn var annar keppandi til þátttöku í keppninni Besti vínþjónn Norðurlanda, sem fram fer í Svíþjóð í haust. Manuel Schembri tók sér sæti í þeirri keppni þegar hann sigraði titilinn Vínþjónn ársins 2023.
Að þessu sinni var það Oddný Ingólfsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari eftir langan og krefjandi keppnisdag. Keppnin samanstóð meðal annars af skriflegu prófi, skriflegt blindsmakk á léttvíni, staðfestingu á sterku víni, umhellingu, kampavínsþjónustu, pörun matar og vína, leiðréttingu vínseðils og munnlegu blindsmakki á rauðvíni. Að auki þurftu keppendur að greina villur í vínum (spot the wine fault). Öll keppnin fór fram á ensku.
Dómarar keppninnar voru:
Alba E. H. Hough
Peter Hansen
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson
Vínþjónasamtökin óska öllum keppendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur og þakka Brass Kitchen and Bar kærlega fyrir frábæra þjónustu og aðstöðuna sem þau veittu.
Ertu skráð(ur) í Vínþjónasamtökin?
Nýir félagar geta gengið í samtökin með því að senda fullt nafn og kennitölu á netfangið [email protected]
Árgjaldið er 4.800 krónur.
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar











