Keppni
Oddný Ingólfsdóttir sigraði vínþjónakeppni
Nýlokið er vínþjónakeppni á vegum Vínþjónasamtaka Íslands þar sem valinn var annar keppandi til þátttöku í keppninni Besti vínþjónn Norðurlanda, sem fram fer í Svíþjóð í haust. Manuel Schembri tók sér sæti í þeirri keppni þegar hann sigraði titilinn Vínþjónn ársins 2023.
Að þessu sinni var það Oddný Ingólfsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari eftir langan og krefjandi keppnisdag. Keppnin samanstóð meðal annars af skriflegu prófi, skriflegt blindsmakk á léttvíni, staðfestingu á sterku víni, umhellingu, kampavínsþjónustu, pörun matar og vína, leiðréttingu vínseðils og munnlegu blindsmakki á rauðvíni. Að auki þurftu keppendur að greina villur í vínum (spot the wine fault). Öll keppnin fór fram á ensku.
Dómarar keppninnar voru:
Alba E. H. Hough
Peter Hansen
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson
Vínþjónasamtökin óska öllum keppendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur og þakka Brass Kitchen and Bar kærlega fyrir frábæra þjónustu og aðstöðuna sem þau veittu.
Ertu skráð(ur) í Vínþjónasamtökin?
Nýir félagar geta gengið í samtökin með því að senda fullt nafn og kennitölu á netfangið [email protected]
Árgjaldið er 4.800 krónur.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti











