Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt veitingahús á Rauðarárstíg
Í ágúst s.l. opnaði nýr veitingastaður við Rauðarárstíg 10. Staðurinn heitir Reykjavík Kitchen og hefur meðal annars fengið mjög góða dóma á Tripadvisor.
Eigendur eru systkinin, Páll Þórir Rúnarsson, K. Fjóla Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Guðmundsson. Páll og Ólafur eiga einnig hlut í veitingastaðnum Old Iceland á Laugavegi 72, en sá staður hefur verið í topp 10 á Tripadvisor í 4 ár samfleytt í flokknum Local cuisine.
Andri Snær Kristinsson er matreiðslumaðurinn á bakvið Reykjavík Kitchen, en hann lauk sveinsprófinu árið 2017. Andri lærði fræðin sín á Argentínu og útskrifaðist frá Kopar. Andri hefur starfað á Herbúð 11, Salt kitchen & bar svo fátt eitt sé nefnt.
Lilja M. Bergmann sér um faglegan rekstur staðarins.
Reykjavík Kitchen leggur mikla áherslu á góða þjónustu og vera eingöngu með íslenskt hráefni og hefðbunda íslenska rétti, í bland við annað og þemað er mjög líkt því sem er á Old Iceland veitingastaðnum.

Þessi girnilegi réttur var fiskur dagsins í september.
Rauðspretta með kartöflusmælki, sætkartöflumauki, aspas, kúrbít, pecan hnetum og dill dressingu.
Reykjavík Kitchen tekur 42 manns í sæti og opnunartími er: 11:30 – 22:00 mán til föst og 17:00 – 22:00 laug og sun.
Heimasíða: www.reykjavikkitchen.is
Instagram: Reykjavík Kitchen
Facebook: Reykjavík Kitchen

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?