Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt veitingahús á Rauðarárstíg
Í ágúst s.l. opnaði nýr veitingastaður við Rauðarárstíg 10. Staðurinn heitir Reykjavík Kitchen og hefur meðal annars fengið mjög góða dóma á Tripadvisor.
Eigendur eru systkinin, Páll Þórir Rúnarsson, K. Fjóla Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Guðmundsson. Páll og Ólafur eiga einnig hlut í veitingastaðnum Old Iceland á Laugavegi 72, en sá staður hefur verið í topp 10 á Tripadvisor í 4 ár samfleytt í flokknum Local cuisine.
Andri Snær Kristinsson er matreiðslumaðurinn á bakvið Reykjavík Kitchen, en hann lauk sveinsprófinu árið 2017. Andri lærði fræðin sín á Argentínu og útskrifaðist frá Kopar. Andri hefur starfað á Herbúð 11, Salt kitchen & bar svo fátt eitt sé nefnt.
Lilja M. Bergmann sér um faglegan rekstur staðarins.
Reykjavík Kitchen leggur mikla áherslu á góða þjónustu og vera eingöngu með íslenskt hráefni og hefðbunda íslenska rétti, í bland við annað og þemað er mjög líkt því sem er á Old Iceland veitingastaðnum.

Þessi girnilegi réttur var fiskur dagsins í september.
Rauðspretta með kartöflusmælki, sætkartöflumauki, aspas, kúrbít, pecan hnetum og dill dressingu.
Reykjavík Kitchen tekur 42 manns í sæti og opnunartími er: 11:30 – 22:00 mán til föst og 17:00 – 22:00 laug og sun.
Heimasíða: www.reykjavikkitchen.is
Instagram: Reykjavík Kitchen
Facebook: Reykjavík Kitchen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðanViðvörun til neytenda vegna grænmetisrétta í stórumbúðum
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður










