Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt veitingahús á Grundarfirði | Flutti húsið 140 km
Á Snæfellsnesi eða nánar tiltekið á hafnarsvæði Grundarfjarðar stendur lítið bárujárnhús sem heitir Bjargarsteinn. Húsið sjálft var flutt 140 kílómetra frá Akranesi á núverandi staðsetningu hússins og hefur fengið nýtt hlutverk sem veitingastaður.
Það eru þau Guðbrandur Gunnar Garðarsson, kona hans Selma Rut Þorkelsdóttir og foreldrar hennar Þorkell Gunnar Þorkelsson og Olga Sædís Einarsdóttir opnuðu veitingastaðinn 31. júlí s.l.
Að auki reka Guðbrandur og Selma tvo veitingastaði í Stykkishólmi, Plássið og Narfeyrarstofuna.
Matseðill Bjargarsteins er fjölbreyttur með staðbundnu hráefni, alþjóðlegum og árstíðabundna rétti. Guðbrandur er matreiðslumaður að mennt og hefur hug á því að framleiða harðfisk og reykja köt við rætur af einu fegursta fjalli á Snæfellsnesi, sjálfu Kirkjufelli.
Meðfylgjandi myndir er af facebook síðu Bjargarsteins og sýnir söguna frá því að húsið Bjargarsteinn var flutt frá Akranesi þar til að Bjargarsteinn varð að fullbúnum og glæsilegum veitingastað:

Kokkurinn er bjartsýnn að eðlisfari og sannfærði öll hin um að eldhúsið væri alveg nógu stórt fyrir lítinn veitingastað.

Hjónin Guðbrandur Gunnar Garðarsson og Selma Rut Þorkelsdóttir að skála fyrir verklokum, á opnum degi á Bjargarsteini.
Mat-, og vínseðla er hægt að skoða á eftirfarandi vefslóðum:
Myndir af facebook síðu Bjargarsteins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir

















