Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt veitingahús á Grundarfirði | Flutti húsið 140 km
Á Snæfellsnesi eða nánar tiltekið á hafnarsvæði Grundarfjarðar stendur lítið bárujárnhús sem heitir Bjargarsteinn. Húsið sjálft var flutt 140 kílómetra frá Akranesi á núverandi staðsetningu hússins og hefur fengið nýtt hlutverk sem veitingastaður.
Það eru þau Guðbrandur Gunnar Garðarsson, kona hans Selma Rut Þorkelsdóttir og foreldrar hennar Þorkell Gunnar Þorkelsson og Olga Sædís Einarsdóttir opnuðu veitingastaðinn 31. júlí s.l.
Að auki reka Guðbrandur og Selma tvo veitingastaði í Stykkishólmi, Plássið og Narfeyrarstofuna.
Matseðill Bjargarsteins er fjölbreyttur með staðbundnu hráefni, alþjóðlegum og árstíðabundna rétti. Guðbrandur er matreiðslumaður að mennt og hefur hug á því að framleiða harðfisk og reykja köt við rætur af einu fegursta fjalli á Snæfellsnesi, sjálfu Kirkjufelli.
Meðfylgjandi myndir er af facebook síðu Bjargarsteins og sýnir söguna frá því að húsið Bjargarsteinn var flutt frá Akranesi þar til að Bjargarsteinn varð að fullbúnum og glæsilegum veitingastað:
![Bjargarsteinn](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2015/08/bjargarsteinn3.jpg)
Kokkurinn er bjartsýnn að eðlisfari og sannfærði öll hin um að eldhúsið væri alveg nógu stórt fyrir lítinn veitingastað.
![Bjargarsteinn](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2015/08/bjargarsteinn97-895x1024.jpg)
Hjónin Guðbrandur Gunnar Garðarsson og Selma Rut Þorkelsdóttir að skála fyrir verklokum, á opnum degi á Bjargarsteini.
Mat-, og vínseðla er hægt að skoða á eftirfarandi vefslóðum:
Myndir af facebook síðu Bjargarsteins.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé