Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt veitingahús á Grundarfirði | Flutti húsið 140 km
Á Snæfellsnesi eða nánar tiltekið á hafnarsvæði Grundarfjarðar stendur lítið bárujárnhús sem heitir Bjargarsteinn. Húsið sjálft var flutt 140 kílómetra frá Akranesi á núverandi staðsetningu hússins og hefur fengið nýtt hlutverk sem veitingastaður.
Það eru þau Guðbrandur Gunnar Garðarsson, kona hans Selma Rut Þorkelsdóttir og foreldrar hennar Þorkell Gunnar Þorkelsson og Olga Sædís Einarsdóttir opnuðu veitingastaðinn 31. júlí s.l.
Að auki reka Guðbrandur og Selma tvo veitingastaði í Stykkishólmi, Plássið og Narfeyrarstofuna.
Matseðill Bjargarsteins er fjölbreyttur með staðbundnu hráefni, alþjóðlegum og árstíðabundna rétti. Guðbrandur er matreiðslumaður að mennt og hefur hug á því að framleiða harðfisk og reykja köt við rætur af einu fegursta fjalli á Snæfellsnesi, sjálfu Kirkjufelli.
Meðfylgjandi myndir er af facebook síðu Bjargarsteins og sýnir söguna frá því að húsið Bjargarsteinn var flutt frá Akranesi þar til að Bjargarsteinn varð að fullbúnum og glæsilegum veitingastað:
Mat-, og vínseðla er hægt að skoða á eftirfarandi vefslóðum:
Myndir af facebook síðu Bjargarsteins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði