Markaðurinn
Nýtt sterkt hveiti frá Kornax – Manitoba nýtist vel í súrdeigsbakstur
Undanfarna mánuði hafa matvæla og gæðasvið Líflands/Kornax staðið í ströngu við að þróa nýtt sterkt hveiti sem nýtist vel í súrdeigsbakstur og annan bakstur þar sem þörf er á sterku hveiti.
Við heyrðum í Jóhannesi Frey Baldurssyni, deildarstjóra matvælasviðs Líflands/Kornax og spurðum hann út í hvers vegna farið var í að framleiða þetta nýja hveiti?
„Við erum í sífelldri þróun með hveitið okkar og reynum að fylgjast vel með því sem er að gerast á markaðnum, til þess að geta mætt þörfum viðskiptavina okkar.
Við höfum séð að súrdeigsbakstur hefur verið að færast í vöxt í bakaríum og að sama skapi hefur eftirspurn eftir sterkara hveiti aukist til þess að mæta þeim þörfum sem góður súrdeigsbakstur krefst.
Við höfðum áhuga á að taka þátt í þessari þróun með viðskiptavinum okkar og úr varð að setja á markaðinn þetta nýja hveiti sem heitir Kornax Manitoba. Þetta sterka hveiti uppfyllir alþjóðlega gæðastaðla sem Manitoba hveitið er þekkt fyrir og er nú komið á lager hjá okkur í 25 kg. pokum til þess að byrja með.
Hugmyndin er síðan að koma þessu inn á neytendamarkaðinn líka þegar fram líða stundir þar sem brauðabakstur í heimahúsum hefur aukist gríðarlega að undaförnu og margir farnir að reyna sig við súrdeigsbaksturinn“
segir Jóhannes.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann